Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Endúró Námskeið Kára Jóns og VÍK.

Við þökkum fyrir þann mikla áhuga sem félagsmenn og aðrir hafa sýnt vegna námskeiðsins hjá Kára. Fullbókað er á námskeiðið sem byrjar á Miðvikudagskvöld. En ykkur er velkomið að senda áfram inn skráningar á vik@motocross.is. Ef það reynist áhugi fyrir því að fylla annað námskeið þá reynum við allt sem við getum til að sannfæra Kára um að starfa með okkur áfram.

Það er þegar kominn biðlisti ef svo vildi til að einhver fellur út af skipulagða námskeiðinu. Þeir sem eru skráðir og komast að fá póst með staðfestingu á morgun.

Stjórn VÍK

ENDÚRÓ NÁMSKEIÐ KÁRA JÓNS OG VÍK

Kári Jóns ætlar í samstarfi við VÍK að standa fyrir Endúró námskeiði í Bolaöldum.

Námskeiðið verður tvö kvöld.

Miðvikudaginn 06.08.2014  Tími 19 – 21:00 og Miðvikudaginn 13.08.2014 Tími 19:00 – 21:00

Námskeiðið er ætlað öllum. Fyrra kvöldið er ætlað fyrir uppsetningu á hjólum, hvernig skal standa, undirbúning og ýmis tækniatriði. Seinna kvöldið er fyrir tækniæfingar og skilning.

Frítt er fyrir árskortshafa VÍK

Gjald fyrir aðra en árskortshafa er kr 5.000, sem greiðist in á reikning VÍK. ( nánar um það í vefpósti )

Skráning á vik@motocross.is  ( Sendið nafn og símanúmer )

Fjöldi er takmarkaður við 15 manns. Fyrstir skrá, fyrstir fá.

Pétur „Snæland“ GRILLKÓNGUR mun að öllum líkindum grafa upp  grillspaðann og grilla burger eftir að námskeiði lýkur.

PS: Ef mikil ásókn verður munum við reyna að sannfæra Kára um áframhald á samstarfinu.

Ef þörf er á nánari upplýsingum: Óli S: 6903500.

 

HEYRST HEFUR AÐ:

images EnduroAÐ: Meistari Meistaranna hugi að námskeiði.

AÐ: Meistarinn hugi að Enduro námskeiði.

AÐ: Meistarinn kunni ýmislegt sem menn gætu lært af.

AÐ: Meistarinn kunni að syngja.

AÐ: Meistarinn hugi að svoleiðis námskeiði í samvinnu við VÍK.

AÐ: Meistarinn hugi að svoleiðis námskeiði á Bolaöldusvæðinu.

AÐ: Meistarinn og VÍK ætli að bjóða Árskortshöfum frítt á námskeiðið.

AÐ: Meistarinn hugi á tveggja kvölda námskeið.

AÐ: Meistarinn hugi á að byrja eftir versló.

AÐ: Námskeiðið verði auglýst bráðlega hér á vefnum.

AÐ: Námskeiðið henti öllum.

AÐ: Ákveðinn sjoppukall hafi orðið svo æstur þegar hann heyrði af námskeiðsáætlun að hann hafi rokið í að kaupa hamborgara og meðlæti til að grilla eftir námskeiðið.

HEFÐIR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ MÆTA?

ATH!! Í HEYRST HEFUR ERU ENGAR ÁREIÐANLEGAR HEIMILDIR, JAFNVEL HIÐ MESTA BULL EN KANNSKI HEILAGUR SANNLEIKUR. HVER VEIT.

 

GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

GFH endurokeppnin á Hellu stóð fyllilega undir væntingum en þetta var í fyrsta sinn síðan 2007 sem keppt var í þessu einstaka keppnissvæði.

Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki
Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki

Sandur, vatn, meiri sandur og sandsteinsklettar og svo aðeins meiri sandur var jarðvegur dagsins – þvílík snilld. Veðrið kom skemmtilega á óvart, en eftir að úrhellisrigning hafði barið á bílum keppenda langleiðina frá Reykjavík (þeir sem þaðan komu amk) var nær þurrt á Hellu fyrir utan eina og eina skúr sem voru pantaðar til að rykbinda brautina. Brautin var lögð á tiltölulega afmörkuðu svæði í stóra gilinu og niður að ánni og aftur að pittinum.

Guggi og félagar lögðu uþb. 6-7 km langan frábæran endurohring sem bauð upp á allar útgáfur af brölti og tæknilegri skemmtun, hraða kafla og brekkuæfingar sem hristu hressilega upp í röð keppenda yfir daginn. Þar sem búast mátti við vandræðum var búið að leggja góðar hjáleiðir og var gaman að sjá að nær allir keppendur nýttu sér hjáleiðirnar á einhverjum tímapunkti sem segir sitt um erfiðleikastig þrautanna. Lesa áfram GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

Hjálp – Aðstoð – Skemmtun – Gaman.

Nú vantar okkur hjálp við að stika út brautarslóðana á Hellusvæðinu. Það á að rigga upp því dæmi á laugardag milli 10:00 – 15:00

Við þurfum fólk á hjólum og líka gangandi, það þarf að hafa með sér hamar og hellst bakpoka.

Þar sem við gerum ráð fyrir því að það verði brjáluð eftirspurn í að hjálpa okkur ( þetta er ekki grín ) þá verður það að fyrstir skrá sig fyrstir verða með. Okkur vantar ca 10 manns þannig að verkið verði klárað fljótt og vel.

ATH það er algjörlega bannað að hjóla á svæðinu en þeir sem koma til að aðstoða okkur fá að sjálfsögðu að skoða slóðana og jafnvel að prufa einsaka staði sem þarf að merkja vel með hjólförum. Mæting á Hellu ( keppnissvæðið þar sem jeppakeppnin hefur verið haldin ) kl 10:00

Þeir sem ætla að hafa gaman með okkur n.k Laugardag hafi samband við Gugga annað hvort á vefpósti guggi@ernir.is eða í síma: 8643066

Það verður slegist um þetta svæðið er þvílík snilld.

HELLA ENDURO SKOÐUNARFERÐ

Fórum, fimm fræknir, til að skoða leiðir á Hellusvæðinu. Það var krúsað svolítið um svæðið til að sjá hvar hellst væri að setja slóða og einnig gerðar tilraunir með brekkurnar. Sumt verður svaka gaman annað verður tæknilegt og svo verður líka ERFITT, en þar verða lagðar hjáleiðir. Greinarhöfundur er reyndar enginn endurokall en mér fannst þetta geðveikt, meira að segja kaflarnir sem ég komst ekki upp. Ætlar þú ekki að skrá þig? Þetta verður eina tækifærið til að hjóla á þessu svæði amk þetta árið. ATH ÞAÐ ER STRANGLEGA BANNAÐ AÐ HJÓLA ÞARNA NEMA Í KEPPNINNI. EF ÞAÐ VERÐUR EKKI ÞÁ ER ENGINN MÖGULEIKI Á AÐ VIÐ FÁUM SVÆÐIÐ AFTUR TIL AFNOTA.

Skráning inná MSÍ HÉR

Verður þetta úrbræðslubrekka? Held ekki öll hjólin rúlluðu þetta upp.
Verður þetta úrbræðslubrekka? Held ekki öll hjólin rúlluðu þetta upp.

Slatti af myndum frá svæðinu eru á FB síðu VÍK HÉR.