HELLA ENDURO SKOÐUNARFERÐ

Fórum, fimm fræknir, til að skoða leiðir á Hellusvæðinu. Það var krúsað svolítið um svæðið til að sjá hvar hellst væri að setja slóða og einnig gerðar tilraunir með brekkurnar. Sumt verður svaka gaman annað verður tæknilegt og svo verður líka ERFITT, en þar verða lagðar hjáleiðir. Greinarhöfundur er reyndar enginn endurokall en mér fannst þetta geðveikt, meira að segja kaflarnir sem ég komst ekki upp. Ætlar þú ekki að skrá þig? Þetta verður eina tækifærið til að hjóla á þessu svæði amk þetta árið. ATH ÞAÐ ER STRANGLEGA BANNAÐ AÐ HJÓLA ÞARNA NEMA Í KEPPNINNI. EF ÞAÐ VERÐUR EKKI ÞÁ ER ENGINN MÖGULEIKI Á AÐ VIÐ FÁUM SVÆÐIÐ AFTUR TIL AFNOTA.

Skráning inná MSÍ HÉR

Verður þetta úrbræðslubrekka? Held ekki öll hjólin rúlluðu þetta upp.
Verður þetta úrbræðslubrekka? Held ekki öll hjólin rúlluðu þetta upp.

Slatti af myndum frá svæðinu eru á FB síðu VÍK HÉR.

Skildu eftir svar