Vefmyndavél

Hjálp – Aðstoð – Skemmtun – Gaman.

Nú vantar okkur hjálp við að stika út brautarslóðana á Hellusvæðinu. Það á að rigga upp því dæmi á laugardag milli 10:00 – 15:00

Við þurfum fólk á hjólum og líka gangandi, það þarf að hafa með sér hamar og hellst bakpoka.

Þar sem við gerum ráð fyrir því að það verði brjáluð eftirspurn í að hjálpa okkur ( þetta er ekki grín ) þá verður það að fyrstir skrá sig fyrstir verða með. Okkur vantar ca 10 manns þannig að verkið verði klárað fljótt og vel.

ATH það er algjörlega bannað að hjóla á svæðinu en þeir sem koma til að aðstoða okkur fá að sjálfsögðu að skoða slóðana og jafnvel að prufa einsaka staði sem þarf að merkja vel með hjólförum. Mæting á Hellu ( keppnissvæðið þar sem jeppakeppnin hefur verið haldin ) kl 10:00

Þeir sem ætla að hafa gaman með okkur n.k Laugardag hafi samband við Gugga annað hvort á vefpósti guggi@ernir.is eða í síma: 8643066

Það verður slegist um þetta svæðið er þvílík snilld.

Leave a Reply