Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Stefan Merriman sigrar

Ástralinn Stefan Merriman og Finnarnir Juha Salminen og Samuli Aro unnu sína flokka í heimsmeistarakeppnini í enduro um síðustu helgi. Keppnin var haldin á UFO brautinni í Slóvakíu.
Merriman á Yamaha er nú með 56 stiga forystu á lisfélaga sinn Bartos Oblucki og hefur efni á að klára tíundi í þeim keppnum sem eftir eru til að halda forystunni. Í Enduro 2 flokknum var það Salminen sem vann enn og aftur á KTM og Alessandro Botturi líka á KTM varð í öðru en Paul Edmondson á Hondu í 3ja.
Íslandsvinurinn Sala varð fimmti í fyrri umferð en ellefti í þeirri seinni. Í Enduro 3 flokknum vann Samuli Aro á KTM og annar varð vinur okkar David Knight á KTM og þriðji Mike Ahola á Husqvarna.

Wales 2 days

Einar í Wales

Einar Sigurðarson, Karl Gunnlaugsson, Kjartan Kjartansson og Helgi Jóhannesson kepptu í Wales 2 Days 24. og 25. júní. Keppnin fór fram í kringum Llandrindod í mið Wales. Rúmlega 500 keppendur voru skráðir og þurftu 300 manns frá að hverfa. Ekinn var 250 km. hringur hvorn dag með 2 special testum.
Einar keppti í Expert flokki á KTM 400 EXC og endaði í 32 sæti af 83 keppendum. Kalli keppti í Clubman flokki á KTM 250 EXC 4T og endaði í 39 sæti af 182 keppendum. Kjartan og Helgi kepptu í Sportman flokki, báðir á KTM 250 EXC 4T, Kjartan endaði í 26 sæti og Helgi í 49 sæti af 105 keppendum. Keppnin í ár var með þeim betri í langan tíma, mikil rigning á mánudag, þriðjudag og miðvikudag gerði brautina mjög erfiða á köflum og voru skógarleiðirnar margar hverjar mjög erfiðar.
Lesa áfram Wales 2 days

3rd Transatlantic Offroad Challange til umfjöllunar

Vefnum barst ábending um að fjallað er um Klausturskeppnina í nýjasta Dirt Bike Rider (www.dirtbikerider.com) og í Race MC-Sport frá Svíþjóð (www.racemcsport.com). Umfjöllunin er í blöðunum sjálfum, og er enn ein fjöður í hattinn fyrir keppnina, og vekur enn meiri áhuga erlendis.

Úrskurður í kærumálum vegna 1. umferðar Íslandsmótsins í Enduro

Enduronefnd VÍK bárust tvær kærur vegna 1. umferðar Íslandsmótsins í Enduro 12. júní sl. Annars vegar var kærð ákvörðun keppnisstjóra, Eggerts Kristinssonar, að fella niður einn hring af Viggó Erni Viggóssyni fyrir að hafa þegið aðstoð í keppnisbraut.

Hins vegar barst kæra vegna ákvörðunar keppnisstjóra að keppandi númer 199, Micke Frisk gæti tekið þátt í keppninni og unnið til verðlaun en hlyti ekki stig til Íslandsmeistaratitils þar eð hann bæri sænskan ríkisborgararétt og uppfyllti ekki skilyrði ÍSÍ um þriggja ára búsetu á landinu. Lesa áfram Úrskurður í kærumálum vegna 1. umferðar Íslandsmótsins í Enduro

Litla kaffistofan

Haft var samband við vefin vegna Litlu Kaffistofunar, þar sem við hjólamenn erum ávalt velkomnir. Borið hefur á því upp á síðkastið að menn fari aðeins offari á svæðinu, eru með óþarfa spól og hávaða í kring um húsið og bílastæðið. Þetta er trúlega hugsunarleysi fárra manna, og biðjum við alla að fara þarna sérstaklaega varlega þar sem grjót getur kastast í bíla og fólk og hávaði veldur leiðindum og pirring. Vinir okkar í Kaffistofunni hafa ætíð boðið okkur velkomin, selt okkur bensin, kaffi og nesti. Sýnum þeim og öðrum tillitsemi !

Íslandsmótið í enduro

Um helgina hófst íslandsmótið í Enduro, því miður voru keppnishaldarar og keppendur óheppnir með veður en því er auðvitað ekkert við að gera. Þó nokkrir hnökrar voru á keppnishaldinu varðandi hvenær og hvernig refsingum ætti að beita ef menn þóttu vera brotlegir. Vonandi eru þetta mannlegir byrjunarörðuleikar sem keppnishaldarar geta bætt fyrir næsta mót. Einnig stóðum við keppendur og þ.m.t undirritaður sjálfa okkur að fáránlegum ákvörðunum eins og að senda menn á móti umferð inní pitti aðrir skiptu um gleraugu út í braut o.s.f.r.v.

Við hin sem tökum þátt, mætum á mótsstað og keyrum í brautinni finnst oft eðlilegt að allt sé 100% og klappað og klárt, enn við megum ekki gleyma að þarna eru fullt af fólki að vinna að keppnishaldinu í sjálfboðavinnu svo að við hin getum keppt. Þannig skulum við öll halda þessu á góðu nótunum. Gera skriflegar ígrundaðar athugasemdir við mótshaldara ef okkur finnst eitthvað mega betur fara. Þannig fáum við á endanum betra og skilvirkara mót. Vonandi sjáumst við öll hress og kát á Akureyri næstu helgi. PS. Við megum ekki gleyma aðal atriðinu sem er að við erum að þessu til að hafa gaman, verði það undir þá mun keppnishaldið hnigna með tímanum.

Þór Þorsteinsson