Wales 2 days

Einar í Wales

Einar Sigurðarson, Karl Gunnlaugsson, Kjartan Kjartansson og Helgi Jóhannesson kepptu í Wales 2 Days 24. og 25. júní. Keppnin fór fram í kringum Llandrindod í mið Wales. Rúmlega 500 keppendur voru skráðir og þurftu 300 manns frá að hverfa. Ekinn var 250 km. hringur hvorn dag með 2 special testum.
Einar keppti í Expert flokki á KTM 400 EXC og endaði í 32 sæti af 83 keppendum. Kalli keppti í Clubman flokki á KTM 250 EXC 4T og endaði í 39 sæti af 182 keppendum. Kjartan og Helgi kepptu í Sportman flokki, báðir á KTM 250 EXC 4T, Kjartan endaði í 26 sæti og Helgi í 49 sæti af 105 keppendum. Keppnin í ár var með þeim betri í langan tíma, mikil rigning á mánudag, þriðjudag og miðvikudag gerði brautina mjög erfiða á köflum og voru skógarleiðirnar margar hverjar mjög erfiðar.

Skildu eftir svar