Stefan Merriman sigrar

Ástralinn Stefan Merriman og Finnarnir Juha Salminen og Samuli Aro unnu sína flokka í heimsmeistarakeppnini í enduro um síðustu helgi. Keppnin var haldin á UFO brautinni í Slóvakíu.
Merriman á Yamaha er nú með 56 stiga forystu á lisfélaga sinn Bartos Oblucki og hefur efni á að klára tíundi í þeim keppnum sem eftir eru til að halda forystunni. Í Enduro 2 flokknum var það Salminen sem vann enn og aftur á KTM og Alessandro Botturi líka á KTM varð í öðru en Paul Edmondson á Hondu í 3ja.
Íslandsvinurinn Sala varð fimmti í fyrri umferð en ellefti í þeirri seinni. Í Enduro 3 flokknum vann Samuli Aro á KTM og annar varð vinur okkar David Knight á KTM og þriðji Mike Ahola á Husqvarna.

Skildu eftir svar