Vefmyndavél

Litla kaffistofan

Haft var samband við vefin vegna Litlu Kaffistofunar, þar sem við hjólamenn erum ávalt velkomnir. Borið hefur á því upp á síðkastið að menn fari aðeins offari á svæðinu, eru með óþarfa spól og hávaða í kring um húsið og bílastæðið. Þetta er trúlega hugsunarleysi fárra manna, og biðjum við alla að fara þarna sérstaklaega varlega þar sem grjót getur kastast í bíla og fólk og hávaði veldur leiðindum og pirring. Vinir okkar í Kaffistofunni hafa ætíð boðið okkur velkomin, selt okkur bensin, kaffi og nesti. Sýnum þeim og öðrum tillitsemi !

Leave a Reply