Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Six Days Enduro

Dagana 12 til 17 nóvember er hin árlega Six Days Enduro keppni og að þessu sinni er hún haldin í Chile, nánar tiltekið La Serena.

Þetta er í 82 skipti sem þessi keppni er haldin og er þessi keppni sú elsta sem haldin er á dagatali FIM.
Keppnin sem oftast er kölluð ISDE var fyrst haldin í Carlisle í Englandi 1913 og fram til 1973 var hún haldin árlega fyrir utan árin sem fyrri og seinni heimsstyrjaldinar geysuðu.
ISDE hefur alltaf þótt mikil þrekraun en á fyrri árum voru flestar leiðar á gömlum malarvegum en nú til taks eru þrautinar oft lagðar af mannavöldum og telst það mikill árangur að klára þessa keppni.
Árið 1973 var keppnin haldin í Bandaríkjunum og eftir það hefur hún verið haldin tvisvar í Ástralíu(1992 og

Lesa áfram Six Days Enduro

Svíarnir unnu á Klaustri

Yfir 500 manns kepptu í gær í stærstu akstursíþróttakeppni á Íslandi fyrr og síðar. Um er að ræða alþjóðlegu þolaksturskeppnina Trans Atlantic off road challenge sem haldin var í 6. sinn.
Um 70 keppendur voru í unglinga- og kvennaflokkum og 450 í sjálfri Trans Atlantic keppninni. Keppnin var mjög spennandi þó svo Svíarnir Marcus Olsen og Robert Forsell höfðu nokkuð forskot. Fyrstir Íslendinganna urðu þeir Einar Sigurðarsson og Ragnar Ingi Stefánsson og því í öðru sæti í heildina. Á eftir þeim komu Valdimar Þórðarson og Gunnlaugur Rafn Björnsson.

Í fyrsta skipti voru sérstök kvennalið í aðalkeppninni og fengu þær að vera 3 í liði á meðan karlarnir eru 2 í liði. 4 lið mættu til leiks og unnu þær Anita Hauksdóttir, Karen Arnardóttir og Aðalheiður Birgisdóttir.

Aðstæður á Klaustri voru hinar bestu og fengu keppendur og áhorfendur sýnishorn af fjórum árstíðum yfir daginn. Sól og blíða var um morguninn en eftir hádegið þykknaði upp, snjóaði smá og rigndi svo heil ósköp. Rykið sem yfirgnæfði allt í upphafi hvarf skyndilega og drulla myndaðist víðsvegar í brautinni.

Lesa áfram Svíarnir unnu á Klaustri

Fræðslufundir um vélhjólaslóða

Þann 2. og 9. maí næstukomandi mun umhverfisnefnd Mótorhjóla- og snjósleða sambands íslands (UMSÍ), í samstarfi við Vélhjólaíþróttafélagið VÍK og Ferðaklúbbinn 4×4, standa fyrir fræðslufundum um slóðamál. Fundirnir verða haldnir í félagsheimili VÍK á Bolaöldusvæðinu og hefst dagskráin stundvíslega kl. 20:00. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Bolaöldusvæðið hinu megin við þjóðvegin hjá Litlu-kaffistofunni. Fundirnir eru opnir öllu hjólafólki og er ókeypis aðgangur.

Lesa áfram Fræðslufundir um vélhjólaslóða

Síðasti dagurinn

Í dag er síðasti skráningardagur í Klaustur á gamla verðinu. Á morgun hækkar verðið í 6000 krónur á mann og verður þannig til 10. maí.
Nú eru komnir um 340 keppendur.

KTM liðin í Dakar rallinu 2007

KTM sendi 3 lið til keppni í Dakar 2007, eru það Gauloises KTM, Repsol KTM og Red Bull KTM.
Aka þau öll á KTM 690 Rally hjólum sem hafa nú þegar gefið góða raun í hinum ýmsu keppnum víðsvegar um heiminn.
Í þessari 28 Dakar keppni er rétt um helmingurinn af mótorhjólunum frá KTM sem eru framleidd í Austurríki.

Dakar rallið sem er talið eitt það erfiðasta er í ár 8.696 km að lengd og er ekið frá Portugal gegnum Spán,

Lesa áfram KTM liðin í Dakar rallinu 2007