Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Nýtt viðmiðunarkort

Nýtt viðmiðunarkort fyrir Enduro-frístundaakstur hefur verið gefið út, kortið verður endurskoðað næst 22.maí . Viðmiðunarhæð hefur verið hækkuð úr 200m upp í 300m, og er það rífleg hækkun miðað við ástandið.
Kortið gefur tilfinningu fyrir því hvaða leiðir eru enn ófærar vegna bleytu, og sumstaðar geta enn verið snjóskaflar í þessari hæð.
Snúið hiklaust frá leiðum þar sem hjólin byrja að sökkva, og geymið til betri tíma!
Vegna frostbleytu og mikilla rigninga, hefur því verið ákveðið að ALLIR slóðar í Bolaöldum verða lokaðir framm yfir keppninna 17.maí!

Stöndum vörð um slóðana, góðar stundir!

Smellið hér fyrir stærra kort

Lesa áfram Nýtt viðmiðunarkort

Dakar fer til Suður Ameríku

ASO (Amaury Sport Organisation) hefur tilkynnt að næsta Dakar keppni verður haldin í Argentínu og Chile.
Keppnin verður af sömu stærðargráðu og undanfarin ár, eða um 9000 km að lengd, og hefst í Buenos Aires í Argentinu.  Eknir verða 6000 km á tímatökusérleiðum
Hvíldardagurinn um miðbik keppninnar, verður í Valparaíso í Chile, en síðan verður ekið aðra leið aftur til Bueno Aires.  Keppt verður dagana 3. til 18. janúar 2009.

//EiS

Lesa áfram Dakar fer til Suður Ameríku

Opinn fundur Umhverfisnefndar MSÍ í kvöld

Ágæti félagi, í kvöld, mánudaginn 19. nóvember, stendur umhverfisnefnd Mótorhjóla- og snjósleðasambands Íslands (U-MSÍ) fyrir opnum félagsfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum (Engjavegi 6), Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 19:30 og stendur til 21:30.
Markmið fundarins er að upplýsa félagsfólk, sem og aðra þá sem áhuga hafa á vélhjólamennsku, um það starf sem unnið er í nefndinni og hvers megi vænta á næstu misserum í hagsmunabaráttu okkar fyrir bættum réttindum.

Lesa áfram Opinn fundur Umhverfisnefndar MSÍ í kvöld

ISDE 2007 Chile dagur 2 – 3

Keppnin á öðrum degi var erfið og duttu 34 keppendur út en sem betur fer ekki nema 3 slasaðir.
Keppnin fór fram í sandi eins og fyrsti dagurinn og voru margir keppendur komnirmeð nóg af öllum sandinum og hlakkaði til lþriðja keppnisdags en þá yrðu eknar aðrar leiðar.
Finnar stóðu uppi með forustu yfir heildina á öðrum degi, í öðru sæti Ítalía og í þriðja sæti Frakkar. Í fyrstu sætum eru þeir Juha Salminen(Finnland, KTM), Cristóbal Buerrero(Spánn, Yamaha), Kurt Caselli(USA,KTM). Í keppni ungra ökumanna eru Spánverjar með forustu.
Dagur 3:
Lesa áfram ISDE 2007 Chile dagur 2 – 3

ISDE 2007 Chile dagur 1

Viðbúnaður fyrir keppnina er heilmikill, 160 lögreglumenn verða á vakt í kringum keppnina.
Að þessu sinni eru 510 keppendur frá 30 löndum.
Fyrstu keppendur sem fóru af stað voru finninn Jari Mattila(KTM), bretinn Tom Sagar(KTM) og argentínumaðurinn Franco Caimi(Yamaha) en keppendur eru ræstir 3 í einu með 1 mínútu millibili.

Forustulið eftir fyrsta dag eru Frakkar í heimsbikarnum og Spánverjar í keppni ungra ökumanna.

Röðin í heimsbikarnum er svo eftirfarandi:

Lesa áfram ISDE 2007 Chile dagur 1