Svíarnir unnu á Klaustri

Yfir 500 manns kepptu í gær í stærstu akstursíþróttakeppni á Íslandi fyrr og síðar. Um er að ræða alþjóðlegu þolaksturskeppnina Trans Atlantic off road challenge sem haldin var í 6. sinn.
Um 70 keppendur voru í unglinga- og kvennaflokkum og 450 í sjálfri Trans Atlantic keppninni. Keppnin var mjög spennandi þó svo Svíarnir Marcus Olsen og Robert Forsell höfðu nokkuð forskot. Fyrstir Íslendinganna urðu þeir Einar Sigurðarsson og Ragnar Ingi Stefánsson og því í öðru sæti í heildina. Á eftir þeim komu Valdimar Þórðarson og Gunnlaugur Rafn Björnsson.

Í fyrsta skipti voru sérstök kvennalið í aðalkeppninni og fengu þær að vera 3 í liði á meðan karlarnir eru 2 í liði. 4 lið mættu til leiks og unnu þær Anita Hauksdóttir, Karen Arnardóttir og Aðalheiður Birgisdóttir.

Aðstæður á Klaustri voru hinar bestu og fengu keppendur og áhorfendur sýnishorn af fjórum árstíðum yfir daginn. Sól og blíða var um morguninn en eftir hádegið þykknaði upp, snjóaði smá og rigndi svo heil ósköp. Rykið sem yfirgnæfði allt í upphafi hvarf skyndilega og drulla myndaðist víðsvegar í brautinni.

Úrslit urðu annars sem hér segir:

Trans Atlantic off road challenge

  1. Markus Olsen og Robert Forsell
  2. Einar S. Sigurðarson og Ragnar Ingi Stefánsson
  3. Gunnlaugur R. Björnsson og Valdimar Þórðarson
  4. Gunnar Sigurðsson og Jóhann Ögri Elvarsson

Einstaklingsflokkur

  1. Jónas Stefánsson
  2. Kristófer Finnsson
  3. Gunnar Atli Gunnarsson

Kvennalið

  1. Anita Hauksdóttir, Karen Arnarson og Aðalheiður Birgisdóttir
  2. Sandra Júlíusdóttir, Guðbjörg S Friðriksdóttir og Margrét Júlíusdóttir
  3. Ásdís Olga Sigurðardóttir, Laufey og Jónína

Unglingakeppni 85cc

  1.  Eyþór Reynisson
  2.  Viktor Guðbergsson
  3.  Kjartan Gunnarsson

 

Unglingakeppni 125cc

  1.  Björgvin Jónsson
  2.  Jón Bjarni Einarsson
  3.  Heiðar Ingi Ársælsson

 

Kvennakeppni 85cc

  1.  Bryndís Einarsdóttir
  2.  Signý Stefánsdóttir
  3.  Guðfinna Gróa Pétursdóttir

 

Kvennakeppni 125cc

  1.  Hafdís Svava Níelsdóttir
  2.  Sandra Júlíusdóttir
  3.  Margrét Erla Júlíusdóttir

 

 

Nánari úrslit hér til vinstri

Skildu eftir svar