Vefmyndavél

Six Days Enduro

Dagana 12 til 17 nóvember er hin árlega Six Days Enduro keppni og að þessu sinni er hún haldin í Chile, nánar tiltekið La Serena.

Þetta er í 82 skipti sem þessi keppni er haldin og er þessi keppni sú elsta sem haldin er á dagatali FIM.
Keppnin sem oftast er kölluð ISDE var fyrst haldin í Carlisle í Englandi 1913 og fram til 1973 var hún haldin árlega fyrir utan árin sem fyrri og seinni heimsstyrjaldinar geysuðu.
ISDE hefur alltaf þótt mikil þrekraun en á fyrri árum voru flestar leiðar á gömlum malarvegum en nú til taks eru þrautinar oft lagðar af mannavöldum og telst það mikill árangur að klára þessa keppni.
Árið 1973 var keppnin haldin í Bandaríkjunum og eftir það hefur hún verið haldin tvisvar í Ástralíu(1992 og


1998), aftur í Bandaríkjunum 1994, Brasilíu 2003, Nýja Sjálandi 2006.

Í ár er hún á Chile eins og áður segir og 2008 verður keppnin haldin í Grikklandi.

Á síðasta ári sendu 32 lönd lið til keppninar og á þessum 6 dögum aka þeir um 2000km um hinar ýmsu torfærur, allar reglur varðandi viðgerðir og hjálp eru mjög strangar og fá keppendur takmarkaða aðstoð við t.d. viðgerðir og dekkjaskipti.

Sigurvegarar 2006 voru Finnar.

Keppninni er skipt í nokkra flokka og eru veitt verðlaun fyrir þá bestu yfir heildina, bestu ungu ökumennirnir, bestu kvenökumenn, bestu klúbba ökumenn og svo bestu verksmiðjuliðin.

Keppendur hafa alltaf skipt hundruðum og í ár eru 510 keppendur skráðir.

KTM hjólin virðast vera vinsælust í Enduro keppnum en hérna er skipting milli hjólategunda:

KTM: 269

Honda: 78

Yamaha: 74

Gas Gas: 30

Husqvarna: 20

Suzuki: 10

Husaberg: 8

Kawasaki: 7

TM: 6

Beta: 5

HVA: 2

Sherco: 1

Linkur inná keppnina í Chile er hérna

Kv.

Dóri Sveins

Leave a Reply