Fræðslufundir um vélhjólaslóða

Þann 2. og 9. maí næstukomandi mun umhverfisnefnd Mótorhjóla- og snjósleða sambands íslands (UMSÍ), í samstarfi við Vélhjólaíþróttafélagið VÍK og Ferðaklúbbinn 4×4, standa fyrir fræðslufundum um slóðamál. Fundirnir verða haldnir í félagsheimili VÍK á Bolaöldusvæðinu og hefst dagskráin stundvíslega kl. 20:00. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Bolaöldusvæðið hinu megin við þjóðvegin hjá Litlu-kaffistofunni. Fundirnir eru opnir öllu hjólafólki og er ókeypis aðgangur.

Markmið fundanna er í aðalatriðum tvíþætt, annars vegar að miðla upplýsingum um helstu og bestu hjólasvæðin í landinu, og hins vegar að skoða hversu mikið er til af gps-gögnum af hjólaleiðum. Reynt verður að draga upp heilstæða mynd af stöðu gps-ferlunar á landsvísu, og með hjálp staðkunnugra hjólamanna, verður hulunni svipt af mörgum skemmtilegum hjólasvæðum. Jón Snæland, höfundur bókanna Utan alfaraleiða og Ekið um óbyggðir, kastar upp á vegg ferlum úr stærsta ferlasafni landsins. Til gamans má geta að Vegagerðin þjónustar um 13.000km af vegum á landsvísu, en áætlað hefur verið að heildarvegakerfi landsins sé um 40.000km. Það er því engin ástæða fyrir hjólafólk að hjóla sömu slóðana aftur og aftur.

Það er mikið af hjólafólki þarna úti sem af mikilli ástríðu hefur lagt sig fram um að kynnast ákveðnum svæðum betur en öðrum. Ef þú ert einn/ein af þeim, þá óskum við eftir nærveru þinni á fundunum, því þitt framlag skiptir máli.

Dagskráin lítur svona út:

2.maí (miðvikudagur)
* Mikil hugmyndavinna hefur átt sér stað innan umhverfisnefndar MSÍ
varðandi framtíð okkar á slóðum landsins og verða helstu hugmyndir
nefndarinnar kynntar.
* Ásgeir hjá AMG Aukaraf segir okkur frá Magellan GPS-tækjum fyrir
mótorhjól, og aðferðum til að útbúa rafgeymislaus hjól með GPS-tækjum. AMG
Aukaraf bíður fundargestum 15% afslátt af Magellan GPS tækjum og aukahlutum.
* Sérstök umfjöllun verður um hjólasvæði á suðurlandi og mun þar hæst fara umfjöllun Hjarta L. Jónsonar um Heklu- og Hengilsvæðið. Jakob Þór og Kristján Grétarsson taka svo fyrir hjólasvæði á Reykjanesinu og vesturlandi. Aldrei að vita nema vestfirðirnir fái að fljóta með.

9.maí (miðvikudagur)
* Hvað segja nýfallnir dómar okkur um stöðu hjólafólks á slóðum. UMSÍ hefur fengið álit lögmanns á öllum dómum sem fallið hafa á undanförnum árum og snúa að utanvegaakstri. Rýnt verður í álit lögmannsins.
* Rikki hjá R.Sigmundssyni segir okkur frá Garmin GPS-tækjum fyrir
mótorhjól, Íslandskortinu og mapsourse. R.Sigmundsson bíður öllum
fundargestum 10% afslátt af Garmin tækjum og aukabúnaði, ásamt 18%
afsláttar af Íslandskortinu.
* Þau svæði sem tekin verða fyrir eru Norðurland, austurland og Hálendið. Nánar kynnt síðar. Þó má geta þess að Hjörtur L. ætlar að vera með sérstaka umfjöllum um NA-horn landsins.

stadsetning-bolaalda.jpg

Skildu eftir svar