Greinasafn fyrir flokkinn: Dakar

Dakar 2012 – skoðun

Dakarinn er að byrja

Keppendur í Dakar 2012 eru farnir að setja vel mark sitt á bæinn Mal De Plata í Argentínu en þar mun rallið hefjast.

Í gærmorgun þegar skoðun keppnistækja og búnaðar hófst var það Argentínumaðurinn Luca Bonette (HONDA)sem var mættur fremstur en hann er með síðasta númerið í fjórhjólaflokki(282) og er einnig yngsti keppandi sem tekur þátt í þessu ralli, hann verður 20 ára, 3ja mánaða og 5 daga gamall þann 1 janúar 2012.

Svona skoðun er mikil aðgerð en um 350 starfsmenn sjá um skoðunina enda gríðarlega pappírsvinna sem fylgir henni

Þarna mátti sjá keppendur eins og Sebastian Halpern en hann endaði í 2 sæti í fjórhjólaflokki í fyrra en keppir núna sem aðstoðarökumaður í bílaflokki, hann sagðist ekki vera yfirgefa fjórhjólaflokkinn heldur væri hann að prófa annað, hann myndi snúa aftur til að sigra fjórhjólaflokkinn síðar

Á fyrsta degi skoðunar voru 158 ökutæki skoðun, 53 mótorhjól, 19 fjórhjól, 71 bíll og 15 trukkar.

Dakar kveðjur

Dakar 2012 – yfirlit

Dakar rallið 2012 er að hefjast eftir nokkra daga

Þar sem Dakar rallið er að fara hefjast þá er oft gaman að velta sér aðeins uppúr smá tölum varðandi rallið, t.d fjölda keppenda, fjölda hjóla af hverri tegund, velja sér einhverja keppendur til að fylgjast með þó svo að þeir séu ekki í toppbaraáttunni.

Að þessu sinni munu keppendur fara í gegnum 3 lönd, fyrstu 5 dagarnir eru í Argentínu, næstu 5 og hvíldardagurinn verða í Chile og síðustu 4 dagarnir og endamark eru svo í Perú.

Keppnin verður örugglega jafnari núna þar sem allir keppendur verða að vera á 450cc hjólum, stærri hjól eru nú bönnuð en keppendur hafa haft síðstu 2 ár til að undirbúa það og flestir voru nú komnir með þetta á síðasta ári.

Ég mun fyrst og fremst fylgjast með keppendum í mótorhjóla- og fjórhjólaflokkum og mun ég reyna eftir fremsta megni að birta einhverja fréttabúta og stöðu eftir hvern dag. Það kemur kannski soldið inn soldið seint en kemur þó.

Í ár eru 188 keppendur skráðir í hjólaflokkinn og skiptast hjólategundirnar sem hér segir eftir fjölda:

Lesa áfram Dakar 2012 – yfirlit

Dakarinn hálfnaður

Dakar_stage 8Hjólin eru lögð af stað á dagleið 9.  Leiðin í dag hefur verið stytt vegna þoku og keppendur ræstir fjórum klst seinna en áætlað var.  Tíu efstu voru ræstir í hóp og síðan tuttugu næstu á fimmtán mínútna fresti.
Dagurinn í dag er síðasti dagurinn í Atacama eyðimörkinni, sem hefur reynst mönnum ekkert síður erfið en sandöldurnar í Afríku.  Vandræðagangur er á sigurvegaranum frá í fyrra, hinum spænska Coma (KTM). 
Lesa áfram Dakarinn hálfnaður

Dakar – Er allt klárt?

dakarskodunNú styttist óðum í Dakarinn og í dag mættu menn með tækin til skoðunar.  Þetta er ekki eins og við þekkjum hér – skoðað frá kl. 8:30 til 11:00..!  Nei við erum að tala um frá morgni til kvölds í þrjá daga, enda töluvert meira að skoða en t.d. fyrir venjulega MX-keppni.  Hjól og bílar eru spekkuð með allra handa siglingagræjum og svo þarf í ár að skoða sérstaklega hjól sem eru stærri en 450cc með tilliti til kraftminnkunar!  Svo er það ýmiss annar búnaður eins og læknisvottorð, neyðarbúnaður, vatnstankur og fl. og fl.
Keppnin hefst 2. janúar og eftir því sem best er vitað mun Eurosport sýna daglega frá keppninni.

450 kúbika Dakarinn

BMW'inn Rally-Ready
BMW'inn Rally-Ready

Dakarinn færist nær og 450 hjólin staflast upp á ráslínunni.
Frans Verhoeven, Hollendingurinn fljúgandi, sem lenti í 15 sæti í fyrra á KTM, mætir nú eiturhress fyrir hönd ‘BMW Motorrad’ á G450 hjóli – allt útbíað í rallybúnaði. Hann hefur undirbúið sig vel. Hann segist hafa lagt meira uppúr áreiðanleika frekar en hraða og það verður spennandi að fylgjast með honum í ár.
Lesa áfram 450 kúbika Dakarinn