Greinasafn fyrir flokkinn: Dakar

Dakar 2012 – Dagur 6 leið slegin af vegna veðurs

Skipuleggjandur Dakar rallsins ákváðu síðustu nótt að slá af 6 sérleiðina vegna mikilla rigninga og snjóa og slæmrar veðurspá í Andesfjöllunum en sérleiðin nær uppí 4700m hæð

Er þetta gert með öryggi keppenda í huga svo skipulögð var ný ferjuleið sem er mun öruggari.

Með Dakarkveðju

Dóri Sveins

www.slodavinir.org

Dakar 2012 Dagur 5

Cyril Despres

Með 28 sérleiðasigri sínum á degi 5 jók Cyril Despres(KTM) forskot sitt á helsta keppinautinn Marc Coma(KTM) um 1mín og 41sek og eru þessir tveir miklu hraðari en aðrir keppendur og er gantast með það að keppnishaldarar halda varla í við þá.

Þetta hjólatvíeyki virðist hafa gríðarlega yfirburði eða kannski bara heppnari en aðrir. Slæm veðurskilyrði í gær neyddu skipuleggjendur til að stytta daginn og má reikna með að það hafi jafnvel skemmt aðeins fyrir Cyril til að auka forskot sitt þar sem sandöldunum nálægt bænum Fiambala var sleppt en þar er hann á sannkölluðum heimavelli.

En þrátt fyrir það þá jók hann forskot sitt eins og áður segir um 1mín og 41sek á Marc Coma(KTM) þrátt fyrir að leiðin væri bara 185km.

Frans Verhoeven(Sherco) sem hefur náð að halda sér þokkalega nálægt þeim félögum lenti í vandræðum með hjólið eftir einungis 50km, hann náði nú samt að klára leiðina en það má reikna með að hann sé dottin úr keppni um efstu 5 sætin eftir þessar tafir.

Eins og stendur er það Helder Rodrigues(Yamaha) sem nær að hanga aðeins í þeim en hann er samt sem áður 47mín og 56sek á eftir 1 sæti eftir 5 daga. það er mikill munur til að vinna upp en eins og sagt er „þetta er ekki búið fyrr en það er búið“

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 5

Dakar 2012 Dagur 4

Marc Coma

Nú þegar dagur 4 er að kveldi komin þá virðist sem að þeir KTM félagar Cyril Despres og Marc Coma séu að stinga aðra keppendur af því það er nú orðið um 18mín bil milli Coma í 2 sæti ogHelders Rodrigues(Yamaha) sem er í 3 sæti.

Coma sem tapaði forustu í gær eftir slæm mistök í rötun átti mjög góðan dag í dag.

Kláraði hann 326km sérleið dagsins á 4klst, 16min og 43sek og náði að minnka forskot Cyrils Despres(KTM) um 2mín og 2 sek en hann varð annar í dag. Hollendingurinn Frans Verhoven(Yamaha) varð þriðji í dag, 8mín og 26sek á eftir Coma

Marc Coma(KTM) sagði þegar hann kom í mark „þetta var mjög erfið leið í dag, hún byrjaði mjög hröð og varð ég að fókusa vel á leiðarbókina, einnig var mikið vatn á leiðinni. Ég reyndi að halda uppi góðum hraða frá byrjun en það var erfitt, mér tókst þó að taka framúr nokkrum keppendum og draga svolítið á Cyril en það eru margar leiðar og margir dagar eftir svo þetta er ekki búið“.

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 4

Dakar 2012 Dagur 3

Cyril Despres

Dagleið 3ja dags var 561km og hluti af henni fór ansi hátt uppí fjöllin með tilheyrandi þunnu lofti og nýr maður Cyril Despres(KTM) komin í forustu.

Hann sagði eftir komuna í mark „það skrítna við svona rall er að oft veistu ekki hvort þú hafir átt góðan dag eða ekki fyrr en allir eru búnir. Þegar ég átti um 10 km eftir þá fann ég að þetta hafði verið ansi erfiður dagur. Ég byrjaði illa í morgun með því að rífa illa fingurnögl þegar ég var að fara í stígvélin mín, svo eftir ca.160km fór áttavitin minn að klikka og þegar um 70km voru eftir í tæknilegum og hlykkjóttum uppþornuðum árfarvegi skemmdi ég bremsudisk að aftan.

Þetta eru allt atriði sem geta kostað þig tíma svo ég var mjög undrandi þegar ég tók eftir því að það voru mótorhjólaför á undan mér, einnig tók ég eftir því að það var þyrla að sveima yfir mér en ég var ekki viss fyrr en ég kom yfir endalínu að ég trúði því að ég væri fyrstur í mark. Að sjálfsögðu er ég mjög glaður með það en ég er búin að vera svo lengi í þessu að ég veit að það er ennþá löng leið í lokamarkið“

Marc Coma(KTM) lenti í vandræðum þar sem leið mótorhjóla og bíla aðskildust en hann las rangt í leiðarbókina og fór 8km inná leið bílanna áður en hann áttaði sig á mistökunum og tapaðu miklum tíma á þessum mistökum, fram að því höfðu þeir félagar verið á nánast sama tíma við 160km markið

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 3

Dakar 2012 Dagur 2

Marc Coma

Dagur tvö er nú búinn en leið dagsins var 782km og þar af 295 km sérleið og var það forystumaður gærdagsins Francisco ´Chaleco´ Lopes(Aprilia) sem fór fyrstur af stað inná leiðina.

Fyrstu 170km voru frekar auðveldir, hraðir og góðir yfirferðar en eftir það breyttist leiðin í að vera hlykkjótt og grýtt og endaði svo að vera ansi óslétt og í gegnum sandkafla.

Eins og áður þá eru alltaf sviptingar á toppnum á þessum fyrstu dögum en Marc Coma(KTM) sýndi það í dag að það er engin tilviljun að hann sigraði Dakar í fyrra, tók hann forustu í dag.

Coma sagði eftir daginn „við Chaleco voruð að hjóla á hámarkshraða og trúðu mér, þetta Aprilia er ansi hraðskreitt! Eftir að við komum að sandinum þá varð þetta tæknilegra og reyndi meira á rötun þá jókst bilið milli okkar. Ég er ánægður með að ég villtist ekki svo þetta var góður dagur fyrir mig.“

Með þessum sérleiðar sigri jók hann bilið milli sín og helsta keppinautar síns Cyril Despres(KTM) en hann var aðeins 13 af stað í dag eftir brösótt gengi í gær en gekk mun betur í dag.

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 2

Dakar 2012 fyrsti dagur

Nú er Dakar 2012 hafið og hófst það á 57km sérleið sem er hugsuð sem létt leið til að keppendur gætu reynt almennilega búnað sinn, gekk á ýmsu hjá keppendum.

En fyrsti dagurinn er sorgardagur því einn keppandi lést á þessari fyrstu sérleið þegar hann átti ekki nema 2 km eftir af sérleiðinni. Argentínumaðurinn Jorge Martinez Boero(BETA) féll af hjólinu á hröðum kafla og þrátt fyrir að læknalið kæmi fljótt að þá dó hann á leið á sjúkrahús vegna innvortis meiðsla.
Lesa áfram Dakar 2012 fyrsti dagur