Greinasafn fyrir flokkinn: Dakar

Dakar 2010 – Argentina / Chile

dakar2010Undirbúningur undir Dakar rallið er í fullum gangi.  Bæði keppnishaldarar og þátttakendur hafa í nógu að snúast.  Keppnin hefst 2. janúar n.k. en keppendur þurfa að vera komnir með hjól og annan búnað í skip fyrir jóladag.  Það má því búast við því að margir standi á haus þessa dagana við frágang og prófanir.
Einhverjum brá í brún þegar reglum um mótorstærð hjóla var breytt.  Hræðsla við að stóru liðin myndu draga sig út úr keppninni og þar með topp ökumennirnir með, reyndist hins vegar óþörf.
Þetta hefur haft lítil áhrif á það hverjir mæta til leiks. …

Lesa áfram Dakar 2010 – Argentina / Chile

KTM segir skilið við Dakar Rally

marc-coma-300x200Aðstandendur Dakar Rally keppninnar hafa óvænt tilkynnt um reglubreytingar þess efnis að rúmtak véla í tvíhjólaflokknum megi ekki vera meira en 450cc, í kjölfarið tilkynnti KTM að þeir munu með öllu hætta þáttöku í keppninni.
Aðeins 6 mánuðir eru þar til keppnin hefst í Suður-Ameríku og gagngrínir KTM að aðlögunartími þessara breytinga sé sami og enginn, og hafi því veruleg fjárhagsleg áhrif, því gengið hefur verið frá öllum samningum og skipulagi sem hafi miðast við 690cc Rally hjól. KTM hyggst jafnvel koma á fót eigin keppni í Afríku þar sem Paris-Dakar keppnin var haldin allt til ársins 2007, en þá keppnin var færð vegna ítrekaðra hryðjuverkahótana. Ljóst er að annar bragur mun verða á næstu Dakar keppni þ.s. KTM hefur verið yfirráðandi í tvíhjólaflokknum undanfarin ár.

Dakar-upphitun í kvöld

Dakar-Upphitunin sem auglýst var hér fyrir nokkrum dögum, fer fram í húsakynnum Bændasamtakanna, Hótel Sögu, og hefst klukkan 20:00. Gengið er inn um norðurenda byggingarinnar, móts við Þjóðarbókhlöðuna, lyftan tekin upp á þriðju hæð og þá er salurinn á hægri hönd.

Sjá fréttina hér

Dakar 2009 – Upphitun

Nánar auglýst hér á síðunni

Dakar fer til Suður Ameríku

ASO (Amaury Sport Organisation) hefur tilkynnt að næsta Dakar keppni verður haldin í Argentínu og Chile.
Keppnin verður af sömu stærðargráðu og undanfarin ár, eða um 9000 km að lengd, og hefst í Buenos Aires í Argentinu.  Eknir verða 6000 km á tímatökusérleiðum
Hvíldardagurinn um miðbik keppninnar, verður í Valparaíso í Chile, en síðan verður ekið aðra leið aftur til Bueno Aires.  Keppt verður dagana 3. til 18. janúar 2009.

//EiS

Lesa áfram Dakar fer til Suður Ameríku