450 kúbika Dakarinn

BMW'inn Rally-Ready
BMW'inn Rally-Ready

Dakarinn færist nær og 450 hjólin staflast upp á ráslínunni.
Frans Verhoeven, Hollendingurinn fljúgandi, sem lenti í 15 sæti í fyrra á KTM, mætir nú eiturhress fyrir hönd ‘BMW Motorrad’ á G450 hjóli – allt útbíað í rallybúnaði. Hann hefur undirbúið sig vel. Hann segist hafa lagt meira uppúr áreiðanleika frekar en hraða og það verður spennandi að fylgjast með honum í ár.

Reglurnar fyrir 2010 Dakarinn eru þær að þú mátt mæta með 690cc KTM hlunkinn frá í fyrra – svona til að nýta fjárfestinguna. Málið er bara að hann verður „innsiglaður“ niður í að skila sem næst 450cc afköstum. Reyndar með smá plús til að standa undir aukakílóunum.
Í ár geta bæði Pró og Amatörar gert þetta, en 2011 eru það bara Pró-karlarnir sem mega það. Árið 2012 verða eingöngu 450cc hjól leyfð.
Það er von manna að þetta hleypi meiri keppni í Dakarinn. Fleiri framleiðendur sjái tilgang í því að taka þátt þegar allir sitja við sama borð hvað varðar mótorstærð og því ekki eins einfalt að gefa bara vel í á beinu köflunum. Stóru liðin hafa samt alltaf smá forskot í því að mæta með her þjónustumanna og „vatnsbera“ sér til halds og trausts. Eins er líklegt að þau geti frekar nýtt sér nýju regluna um að mega skipta tvisvar um mótor í rallinu. Ekki hafa allir efni á að mæta á staðinn með tvo auka 450cc mótora í farteskinu.

Skildu eftir svar