Vefmyndavél

Selfoss

Á Selfossi er nýuppgerð og mjög góð motocrossbraut sem er í eigu Mótokrossdeildar Umf. Selfoss. Brautin er moldarbraut og frekar tæknileg.

Vinsamlega virðið að bannað er að hjóla á auða svæðinu sem er á milli brauta því þar erum við að reyna rækta gras og einnig er bannað að spæna og spóla á plani og í kringum brautina.

Ef mikil rigning er á Selfossi þá er brautin lokuð og þá í lágmark 1 dag á eftir.

Miðar fást í pylsuvagninum við brúnna og miðaverð er 1000 kr.

Þeir sem greitt hafa félagsgjald í Motocrossdeild Umf. Selfoss hjóla frítt.

Heimasíða Mótokrossdeildar Umf. Selfoss

Kort að brautinni - smellið á mynd fyrir stærri mynd