Skráning hafin í Endurokeppnina

Skráning fyrir 1. og 2. umferð Íslandsmóts MSÍ í Enduro CC hefur verið opnuð hér á msisport.is. Skráningarkerfið verður opið til kl: 21:00 þriðjudaginn 10. maí. Engar undantekningar verða gerðar á skráningu eftir að skráningartíma líkur, keppendur þurfa að prófa innskráningu á msisport.is tímanlega og tilkynna með 1-2 sólahrings fyrirvara ef innskráning virkar ekki þannig að hægt sé að bregðast við vandamálum sem upp koma tímanlega.

Keppnisgjöld eru óbreytt frá 2010, B flokkur, B Kvenna, B 40+ og B 85cc greiða 5.000,- / Meistaraflokkur E-CC1 og E-CC2 greiða 6.000,- og Tvímenningur 10.000,- Varðandi skráningu íTvímenningsflokk þá skráir einn keppandi liðið og sendir tilkynningu á skraning@msisport.is um liðsfélaga. MSÍ útvegar Tvímenningsliðum keppnisnúmer eftir óskum liðs en sækja þarf um númer á skraning@msisport.is fyrir viðkomandi lið, muna að tilkynna fullt nafn þess sem á skráninguna og liðsfélaga.

Allir keppendur sem taka þátt í Íslandsmeistarkeppnum MSÍ þurfa að hafa greitt félagsgjöld til síns aðildarfélags fyrir viðkomandi keppnistímabil.

Aksturstími fyrir Meistaradeild E-CC1 / E-CC2 og Tvímenning er 2x 90 mín. Aksturstími fyrir B flokka er 2x 45 mín.

Nánari keppnisdagskrá ásamt uppfærslu á reglum mun birtast hér á msisport.is á næstu dögum.

Skildu eftir svar