Klaustur 2013

Sælt veri fólkið.

Við erum að leggja loka hönd á smíði á heimasíðu fyrir Klaustur-Endurokeppnina þessa dagana.

Það væri gaman ef þið gætuð póstað myndum eða video inn á Facebook síðu okkar ( VÍK – Vélhjólaíþróttaklúbburinn ) sem við megum nota á síðuna.

Einnig viljum við heyra í ykkur með hugmyndir umfleiri flokka sem við getum hugsanlega  keppt í á Klaustri.

Við erum í dag að vinna með eftirfarandi hugmyndir.
Single:Járnkallinn/Járnkonan.
Double: Orginal keppnin.
Trible: Fun race fyrir 3.
Plus 90: Þar sem samanlagður aldur keppenda er 90 ár eða meira.
Plus 135: Þar sem samanlagður aldur 3 keppenda er meiri en 135 ár.
Family: Feðgar eða 2 skyldmenni keppa.
Barnakeppni: Styttur hringur sem ekinn er að morgni keppnisdag fyrir yngri iðkendur.
Svo er spurning um Classics: Þar er verið að spá í hjól framleitt fyrir t.d. 1999 og það er einn hringur í brautinni fyrir sigurvegarann í þessari keppni.
Búningakeppni: Var alltaf til staðar..en hefur minnkað í vinsældum.

Endinlega koma með hugmyndir fyrir okkur til að vinna með.

Opnun fyrir Skráningu í Klaustur-Endurokeppnina 2013 er fyrirhuguð 1 Mars.

Væri gaman ef þið takið þátt í því með okkur að móta hugmyndir og framkvæmd keppninnar.

Fyrir þá sem eru að æfa á fullum krafti fyrir sumarið.

Hér er áhugaverð grein um hvers vegna skal borða fyrir morgunæfingu.

Ættir þú að borða fyrir morgunæfinguna?

Í framhaldi af því munum við fá athyglisverðan pistil frá Jóa Pétri ( Boot Camp Akranesi, VÍFA ) um mataræði. Þar mun hann gefa okkur nokkrar góðar ráðleggingar um hvað er gott að borða fyrir og eftir æfingar. Kemur hér á vefinn á næstu dögum.

 

Kjaftasaga?

IS KTM GOING TO BUY HUSQVARNA? THAT IS THE HOT RUMOR OUT OF EUROPE

http://motocrossactionmag.com/Main/News/MOTOCROSS-ACTIONS-MIDWEEK-REPORT-BY-JOHN-BASHER-13-9742.aspx

As with many British rumors this only has a 40 % chance of being true. According to Britain’s „Motorcycle News,“ BMW, which bought Husqvarna from MV Agusta in 2008, might sell the company to KTM, which in itself is partially owned by the India-based Bajaj motorcycle company. You might need a scorecard to keep up with the movements of the Euro brands — but Husqvarna was a Swedish company before it was sold the Italian Cagiva firm, who sold it to MV Agusta, who sold it to the German BMW conglomerate, who might be selling it to KTM (with some of Baja’s money). BMW has refused to comment on the speculations about a possible deal in the works. .

 

Ískrosskeppni frestað

Fyrsta umferð í Íslandsmótinu í Ískrossi hefur verið frestað vegna óhagstæðra aðstæðna.
Mótið átti að fara fram laugardaginn 2.feb. Ef aðstæður leyfa mun keppnin fara fram
á Suðurlandi laugardaginn 9.feb. Ef það gengur ekki þá er í athugun Laugardagurinn
16.feb á Akureyri, en þá er sýningin Éljagangur. Nánari fréttir eftir ca viku.
Stjórn MSÍ.

Þó að það sé vetur situr stjón VÍK ekki auðum höndum.

Hér eru punktar úr fundargerð frá síðasta stjórnarfundi: Fullt af málum sem er verið að vinna í.

Fundargerð

Stjórnarfundur VÍK 10. janúar 2013 kl. 20:00

Fastir fundir ákveðnir – fyrsti þriðjudagur í mánuði kl. 20.00

Fjórhjólaleiga

Er að tæma gámana og hætta rekstri, Gámarnir verða fluttir af svæðinu

Leigan býður hjól á góðu verði

Skemma

Verið er að rífa gamla hlöðu með stálgrind. Mögulega er hægt að hirða stálgrindina og kaupa klæðningu á húsið.   Skoðum málið.

Ískeppni á Rauðavatni 19. janúar

Spáin lítur ágætlega út fyrir þessa helgi. Reykjavíkurborg er með beiðni um leyfi fyrir akstri á Rauðavatni og eiga eftir að svara. Leirtjörn er möguleg til vara ef við fáum neitun. Skipulag keppni verður væntanlega útsláttarkeppni en kemur ekki í ljós fyrr en skráning er klár. Hugsað svipað og samhliða svigkeppni. Lesa áfram Þó að það sé vetur situr stjón VÍK ekki auðum höndum.

Dakar 2013 – dagur 14 – Cyril vinnur sinn 5 Dakar sigur

Cyril – Faria

En á ný hafði veðrið áhrif á Dakar rallið en þegar starta átti hjólaflokki var svo lágskýjað að eftirlitsþyrlurnar fengu ekki að fara á loft, talað um að skýinn héngu í um 200 metra hæð og það er of lágt fyrir þær og meðan þær fljúga ekki þá er engum hleypt af stað. Svo þessi síðasti keppnisdagurinn byrjaði hálfbrösulega, byrjað var á að fresta startinu í 1 klukkustund, svo aftur í 30mín áður en þeim var hleypt af stað. Leið þessa síðast dags var 625km löng ag þar af 346km á sérleið sem lá yfir margar ár sem gætu orðin erfiðar ef það myndi halda áfram að rigna.

En það var sigurvegari gærdagsins, heimamaðurinn Francisco Lopez(KTM) sem fór fyrstur inná sérleið dagsins klukkan 09:15 að staðartíma. Við fyrsta eftirlitspunkt sem er 41km inná leiðinni var Francisco Lopez(KTM) með forustu en hann var ekki að stinga neinn af því innan við mín á eftir honum voru þeir Joan Barreda Bort(Hurnasqva), Juan Pedrero Garcia(KTM), Hélder Rodrigues(Honda) og Cyril Despres(KTM), en það voru fleiri á fullri ferð því þegar Ruben Faria(KTM) kom á þennan eftirlitspunkt reyndist hann vera 25sek á eftir og tók þá 2 sæti en það stóð ekki lengi því Frans Verhoeven(Yamaha) var líka á fleygiferð og kom 19sek á eftir fyrsta manni svo það var nokkuð ljóst að það yrði mikil barátta í dag.

Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 14 – Cyril vinnur sinn 5 Dakar sigur

Bolalada