Aðalfundur VÍK Í KVÖLD.

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn í kvöld, 9. nóvember kl. 20, í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í nefndir og stjórn, skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga. 
Stjórn VÍK vonast eftir góðri mætingu félagsmanna á fundinn og líflegum umræðum. Einnig vonumst við eftir góðu fólki til starfa í stjórn sem og í nefndir, enda er það rétti vetfangurinn til að koma skoðunum  á framfæri.
 

þessi ætli á árshátíðina


Miðasölu líkur eftir 2 daga!

Miðasölu á lokahóf MSÍ sem fram fer næsta laugardag lýkur á morgun. Munið að tryggja ykkur miða á msisport.is sem fyrst.

Þeir sem geta ekki norfært sér miðasöluna á MSÍ vefnum er bent á að hægt að er að kaupa miða hjá Magga í Nítró, einnig er hægt að hringja í hann í síma 899 4313 og kaupa miða og annað hvort gefa upp kortanúmer eða að leggja inn á reikning.

Ath. að miðum fer fækkandi og síðustu þrjú ár hefur verið uppselt á þennan viðburð.

Þeir sem eiga eftir að panta borð er bent á að hafa samband við Helgu með pósti á: helga@artis.is

Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Jói Kef, Gylfi og félagar stóðu fyrir frábærri endurokrosskeppni í Sólbrekku í gær. Tæplega 30 manns skráðu sig til keppni og þeir hefðu alveg mátt vera fleiri. Veðrið klikkaði ekki, brautin var stórskemmtileg – motokross, þúfur, grjót, brölt, fljúgandi dekk, vörubretti, steypuklumpar og alles. Snilldarbraut sem sýndi að það er vel hægt að keppa í enduro í Sólbrekku.

Daði Skaði rúllaði upp einmenningskeppninni og heimadrengurinn Jói Kef ásamt Bjarka #670 unnu tvímenninginn eftir hörkukeppni við Jonna og Stebba, baðvörð. Bestu þakkir fyrir flotta keppni!

Nánari úrslit hér: Lesa áfram Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Æfing á morgun 15-17

Minnum á æfingu í Bolöldu á morgun kl 15-17. Gulli, Helgi Már & Aron Berg verða allir á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur.

Bolalada