Fjör í Bolaöldu.

Það var góður dagur hjá þeim sem lögðu leið sína á Bolaöldusvæðið. MX brautirnar voru geggjaðar, rakstigið fullkomið, veðrið eins og að vori og öllum þótti gaman. Held svei mér þá að einhverjir hljóti að naga sig í handabökin fyrir að dusta ekki rikið af tuggunni og mætt í fjörið. Góða skemmtun í kvöld.

Allar helstu hetjur landins mættu í Bolaölduna og líka tilvonandi.

Lesa áfram Fjör í Bolaöldu.

Lokahóf MSÍ er í dag!

Lokahóf MSÍ er í dag í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst á slaginu kl. 20:00, þannig að ekki gleyma ykkur í fyrirpartýum. Dagskráin er stútfull af skemmtilegum atriðum og Freyr veislustjóri er einn sá besti í bransanum og ekki minnkar stuðið þegar Kiddi Bigfoot fer að snúa skífum. Munið að dusta rykið af sparifötunum og koma snyrtilega til fara. Vegna forfalla er enn séns að ná sér í miða hjá Magga í síma 899 4313. Svo er rétt að minna á hjóladaginn í Bolaöldu í tilefni dagsins.

Góða skemmtun.

Aðalfundur torfæruhjóladeildar AÍH

Þriðjudaginn 22. nóvember n.k. verður aðalfundur torfæruhjóladeildar Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar haldinn í Álfafelli, íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði. Fundurinn hefst kl. 20:30. Hefðbundin aðalfundarstörf.

Stjórnin.

ÁRSHÁTÍÐARSKEMMTIHJÓLADAGUR

Er ekki kominn tími til að dusta rykið af tuggunni?

Þó að það sé vetur samkvæmt almanakinu þá er Bolaöldubraut í flottu standi. Garðar áætlar að brautin verði í flottu hjólastandi um hádegi á morgun ÁrshátíðarLaugardag. Jósefdalurinn ætti að vera góður líka en slóðarnir gætu verið illfærir.

Mætum með tuggurnar, góða skapið og rykkústana til að dusta rykið. Höfum gaman saman.

Sjáumst um hádegisbil. Brautarstjórn og Garðar.

PS. Svo sjáumst við hress í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6 um kvöldið. Og þeir sem vita ekki hvar Rúbrauðsgerðin er geta séð það HÉR.

Og ef einhver á eftir að tryggja sér miða þá eru 3 miðar á lausu vegna forfalla.

Kv. Maggi
899 4313

Aðalfundur VÍK í gær – Fundargerð

Aðalfundur VÍK í gærkvöldi gekk vel og var bara ágætlega sóttur að þessu sinni. Helstu breytingar voru þær að Kalli og Hrafn víkja úr stjórn en Pálmar Pétursson og Páll G. Jónsson koma nýir inn í staðinn. Nokkrar umræður urðu um fyrirkomulag liðakeppni MSÍ og þó sú umræða eigi í sjálfu sér heima á vettvangi MSÍ var ágætt að fá fram punkta um hvað má gera betur í liðakeppninni. Slóðakerfið í Bolaöldu var talsvert rætt og voru menn sammála um að slóðanefnd hefði unnið gott starf þar síðasta sumar en einnig að athuga mætti hvort hægt væri að opna svæðið fyrr á vorin. Klausturskeppnin var lítilllega rædd, ljóst er að þó keppni hafi verið frestað hafi nær allur kostnaður við keppnina verið kominn fram og því lítið sem ekkert „sparast“ þó keppni hafi verið aflýst. Stefnt er á að næsta keppni fari fram 26. maí 2012 og skráning og nánara fyrirkomulag verður kynnt þegar liggur fyrir hver kostnaður félagsins verður af keppninni 2012.

Lesa áfram Aðalfundur VÍK í gær – Fundargerð

Örfáir miðar eftir

Miðasölu er formlega lokið á lokahóf MSÍ. En örfáir miðar eru eftir og er hægt að trygggja sér miða inn á vef MSÍ til hádegis eftir það verður að tékka á Magga í Nítró.

Verðlaun fyrir þrjá efstu í íslandsmótinu verða veitt ásamt einhverjum öðrum furðulegum verðlaunum, myndbönd frá sumrinu verða sýnd og heyrst hefur að fréttartíminn verði á sínum stað og happdrætti með glæsilegum vinningun. Boðið verður upp á þriggja rétta kvöldverð og verðinu á barnum verður stillt í hóf t.d. verður bjórinn á 500 kall! Veislustjóri verður Freyr Eyjólfsson og um tónlistina sér Kiddi Bigfoot. Ath fólk verður að hafa keypt sér miða í forsölu til þess að komast inn í húsið.

Bolalada