Örfáir miðar eftir

Miðasölu er formlega lokið á lokahóf MSÍ. En örfáir miðar eru eftir og er hægt að trygggja sér miða inn á vef MSÍ til hádegis eftir það verður að tékka á Magga í Nítró.

Verðlaun fyrir þrjá efstu í íslandsmótinu verða veitt ásamt einhverjum öðrum furðulegum verðlaunum, myndbönd frá sumrinu verða sýnd og heyrst hefur að fréttartíminn verði á sínum stað og happdrætti með glæsilegum vinningun. Boðið verður upp á þriggja rétta kvöldverð og verðinu á barnum verður stillt í hóf t.d. verður bjórinn á 500 kall! Veislustjóri verður Freyr Eyjólfsson og um tónlistina sér Kiddi Bigfoot. Ath fólk verður að hafa keypt sér miða í forsölu til þess að komast inn í húsið.

Skildu eftir svar