Lokahóf MSÍ er í dag!

Lokahóf MSÍ er í dag í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst á slaginu kl. 20:00, þannig að ekki gleyma ykkur í fyrirpartýum. Dagskráin er stútfull af skemmtilegum atriðum og Freyr veislustjóri er einn sá besti í bransanum og ekki minnkar stuðið þegar Kiddi Bigfoot fer að snúa skífum. Munið að dusta rykið af sparifötunum og koma snyrtilega til fara. Vegna forfalla er enn séns að ná sér í miða hjá Magga í síma 899 4313. Svo er rétt að minna á hjóladaginn í Bolaöldu í tilefni dagsins.

Góða skemmtun.

Skildu eftir svar