Heyrst hefur að:

 Að Einstein from Iceland hafii rokkað feitt í Hollandi / Belgíu um páskana.
Að hann hafi ruslað upp Belgísku meistaradeildinni í MX.
Að allt þetta hafi verið fest á filmu og muni birtast von bráðar á ermx.is
Að Honda Europe hafi gert kappanum tilboð……. í meistarahjólið.

Satt eða logið er kannski ekki aðalatriðið. Góð saga þarf ekki alltaf að vera 100% rétt.

Tími félagsgjaldanna runninn upp

Á þessum árstíma er líklegt að hjólaspenningurinn fari að gera vart við sig. Ekki er seinna að vænna að fara að æfa sig því nú er réttur mánuður í fyrstu motocrosskeppnina í Íslandsmótinu.

Einnig er tímabært að borga félagsgjöldin í klúbbinn sinn. Félagar í VÍK geta smellt hér og endurnýjað áskriftina sína en þeir sem hafa áhuga á að gerast meðlimir geta smellt hér. Til að geta komist inná félagakerfið þarf að skrá sig fyrst sem notandi á motocross.is (sem er frítt!).

Ársgjaldið er 5.000 krónur eins og í fyrra.

Þeir sem vilja greiða fjölskyldugjald (Allir í fjölskyldunni sem eru með sama lögheimili-9000kr) Smellið hér

Uppfærð frétt!!!!! Skráning í Klaustur að hefjast.

Þar sem mikil vinna hefur farið í það að samræma og lagfæra þá verður loksins opnað fyrir almenna skráningu Fimtudaginn 12.04.12 KL 22.00 .  Síðasti séns fyrir þá sem ætla að nýta sér forskráninguna rennur út á MORGUN 11.04.12 KL 22.00. 

Á morgun, Mánudaginn 12. mars, kl. 20.00, verður opnað fyrir Forskráningu í Klaustur – Off Road Challenge 2012.

Þeir sem hafa hug á að nýta sér það þurfa að lesa mjög vel upplýsingarnar sem eru hér fyrir neðan!

Eins og áður hefur komið fram geta þeir einir forskráð sig í keppnina sem eru á listanum frá því í fyrra. Sá listi er hér.

Forskráning verður opin í tvær vikur og líkur á miðnætti Sunnudaginn 25. mars n.k. Þau sæti sem þá standa eftir verða sett í „Fyrstur kemur – Fyrstur fær“ skráningu nokkru síðar.
Forskráning fer fram hér á vefnum – í gegnum sérstakt skráningarkerfi VÍK HÉR.

Fylla verður út alla stjörnumerkta reiti til að komast áfram í skráningarferlinu. Greiða þarf 10.000 króna keppnisgjald til að klára skráningu. Eingöngu verður mögulegt að greiða gjaldið með greiðslukorti.
ATH.  Mögulegt er að hætta í lok greiðsluferlist ÁN þess að hafa gengið frá greiðslu (ef menn lenda t.d. einhverju veseni með kortið). Keppandi skráist á keppnislistann, en er merktur með „Nei – Greiða“.  Mikilvægt er að átta sig á því að slíkar ófrágengnar skráningar falla út við lok Forskráningartímabils og teljast ekki með í loka lista!!
Ferlið er annars tiltölulega einfalt – og gengið er út frá að menn ætli í sama flokk og í sama lið og í fyrra.

Lesa áfram Uppfærð frétt!!!!! Skráning í Klaustur að hefjast.

Þorlákshöfn nýsléttuð

Brautin í Þorlákshöfn var sléttuð í gær. Hiti 6°c og rök jörð. Endurobraut fín og nýlega grjóthreinsuð af gullmolanum honum Hauki # 10. Munum eftir miðum 🙂

Mikið að gerast á Selfossi

Motocrossdeild UMFS hefur gefið út nýtt fréttabréf. Þar eru m.a. kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir á félagssvæði deildarinnar við Hrísmýri ásamt æfingaplani sumarsins, félagsgjöldum, brautargjöldum og keppnum. Fréttabréfið er sent á alla núverandi og fyrrverandi meðlimi deildarinnar og er einnig aðgengilegt á heimasíðu deildarinnar www.umfs.is/velhjol. Stjórn deildarinnar hvetur foreldra/forráðamenn barna sem eiga hjól eða hafa áhuga fyrir íþróttinni að kynna sér fréttabréfið, einnig hvetjum við hjólara á Suðurlandi sem ekki hafa tengst deildinni að kynna sér starfið og hafa samband ef áhugi vaknar.

Heyrst hefur!!! Sögur frá Belgíu.

Að Ken DeDycker hafi verið við æfingar í Lommel í gær á KTM.  Að hann sé roslalegur sandökumaður. Að Reynir J. haldi jafnvel að hann, KDD, sé hraðari en vindurinn. ( að vísu er lítið um vind í Lommel )  Að LS Honda liðið sé farið á hausinn og liðaskiptin hafi gengið hratt fyrir sig. Reynir J.hafi reynt að ráða hann í Team Honda Racing Iceland en hafi verið aðeins of seinn, Cairoli hafi verið búinn að hitta hann áður.  

Ath þessi frétt gæti verið að öllu leyti sönn eða ósönn.

Óli G.

 

Bolalada