Mikið að gerast á Selfossi

Motocrossdeild UMFS hefur gefið út nýtt fréttabréf. Þar eru m.a. kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir á félagssvæði deildarinnar við Hrísmýri ásamt æfingaplani sumarsins, félagsgjöldum, brautargjöldum og keppnum. Fréttabréfið er sent á alla núverandi og fyrrverandi meðlimi deildarinnar og er einnig aðgengilegt á heimasíðu deildarinnar www.umfs.is/velhjol. Stjórn deildarinnar hvetur foreldra/forráðamenn barna sem eiga hjól eða hafa áhuga fyrir íþróttinni að kynna sér fréttabréfið, einnig hvetjum við hjólara á Suðurlandi sem ekki hafa tengst deildinni að kynna sér starfið og hafa samband ef áhugi vaknar.

Skildu eftir svar