Myndband frá Bikarmótinu

Þriðja umferðin í Suzuki-bikarmótinu var haldin í MotoMos um helgina. Róbert Magnússon gerði þetta glæsilega myndband eftir keppnina.


Vegna slyss í gærkvöldi

Sá hörmulegi atburður varð í gærkvöldi að maður slasaðist við Lyklafell við Sandskeið, sem er nokkru vestar en Bolaöldusvæðið.  Maðurinn var fluttur með hraði á gjörgæsludeild þar sem hann lést í nótt. Ekki er vitað nánar hvað gerðist eða hver átti í hlut. Við vottum aðstandendum hins látna innilega samúð okkar.

Félagið mun fara vel yfir hvað gerðist og yfirfara öll öryggismál á okkar svæði í kjölfarið.

Krakkakeppni næstkomandi miðvikudag, fyrir alla krakka.

Næstkomandi miðvikudag ætlum við að halda krakkakeppni í Bolaöldu í staðinn fyrir æfingu. Allir krakkar sem eiga eða hafa aðgang að hjóli eru velkomin (ekki bara þeir sem hafa sótt æfingarnar). Eina sem er farið fram á er að allir hjálpist að við að gera keppnina skemmtilega.

Fyrirkomulagið verður þannig að báðir hópar taka upphitun og svo taka 50/65cc 2 10 mín moto + 2 hringir  og 85/125cc taka 2 13 mín moto + 2 hringir. Mæting er á sama tíma og þegar æfing er, kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85/125.

Verðlaun verða fyrir alla og svo klárum við daginn með því að grilla ofan í alla eftir keppni 🙂

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Grein um Andra Snæ í DV

Svona leit greinin út á DV.is

Eftirfarandi grein birtist í DV í dag.

Það er óhætt að segja að Andri Snær Guðmundsson sé einn efnilegasti mótorcrosskappi Íslendinga en hann sigraði sterkt bikarmót í Noregi fyrir skömmu. Andri sigraði í flokkunum 10-12 ára á 85 kúbika hjólum en Andri verður 12 ára síðar á árinu. Andri er búsettur í Noregi en foreldrar hans eru Inga Steingrímsdóttir og Guðmundur Bragason.

Andri vakti verðskuldaða athygli þegar hann kom hingað til lands í sumar og keppti á Íslandsmótinu á Ólafsfirði. Þar hafnaði Andri í öðru sæti í 85-flokknum en sigurvegarinn var þó nokkrum árum eldri en Andri eða 15 ára.

Minnstu mátti muna að Andri gæti ekki tekið þátt á mótinu en hann hafði komið alla leið frá Noregi til þess eins. Andri bræddi úr KTM lánshjóli sínu í upphitun fyrir mótið og þá voru góð ráð dýr. Með hjálp mótshaldara og aðstandanda tókst að fá annað hjól lánað sem staðsett var í Eyjafirði. Guðmundur faðir Andra sótti hjólið og settist Andri upp á það um hálfri mínútu fyrir start. Hann lét það ekki trufla sig og tryggði sér annað sæti sem fyrr sagði.

Það er landsliðsþjálfari Noregs í greininni sem þjálfar Andra. Sá heitir Kenneth Gundersen og hefur lengi verið einn þeirra fremsti maður í mótorcross.

Dagskráin fyrir bikarmótið á morgun – hægt að skrá sig á staðnum í fyrramálið

Hér er dagskráin fyrir morgundaginn.  Mæting er klukkan 09:00 og skoðun 09:30.  Tímataka og æfing byrjar klukkan 10:00.  Ef þú gleymdir eða fyrir einhverjar sakir gast ekki skráð þig til keppni, að þá áttu ennþá möguleika á að vera með.  Nóg að mæta á morgun með hjól, góða skapið, aur og tímasendi, ef þú ert ekki að fara taka þátt í C-flokk, því hægt verður að skrá sig á staðnum á milli kl.09:00 og 09:30.  Sem sagt, ökumenn sem hafa áhuga hafa hálftíma til að ganga frá skráningu í keppnina.  Ítreka að við áskiljum okkur rétt til að hnika til dagskránni eftir þörfum.

Bolaöldubraut. Stóra brautin.

Stóra MX brautin í Bolaöldum verður LOKUÐ á Sunnudag 19.08.12 til kl 16:00. Við erum að fá jarðýtu til að vinna aðeins í henni til undirbúnings fyrir mótið sem er þann 25 Ágúst.

Bolalada