Grein um Andra Snæ í DV

Svona leit greinin út á DV.is

Eftirfarandi grein birtist í DV í dag.

Það er óhætt að segja að Andri Snær Guðmundsson sé einn efnilegasti mótorcrosskappi Íslendinga en hann sigraði sterkt bikarmót í Noregi fyrir skömmu. Andri sigraði í flokkunum 10-12 ára á 85 kúbika hjólum en Andri verður 12 ára síðar á árinu. Andri er búsettur í Noregi en foreldrar hans eru Inga Steingrímsdóttir og Guðmundur Bragason.

Andri vakti verðskuldaða athygli þegar hann kom hingað til lands í sumar og keppti á Íslandsmótinu á Ólafsfirði. Þar hafnaði Andri í öðru sæti í 85-flokknum en sigurvegarinn var þó nokkrum árum eldri en Andri eða 15 ára.

Minnstu mátti muna að Andri gæti ekki tekið þátt á mótinu en hann hafði komið alla leið frá Noregi til þess eins. Andri bræddi úr KTM lánshjóli sínu í upphitun fyrir mótið og þá voru góð ráð dýr. Með hjálp mótshaldara og aðstandanda tókst að fá annað hjól lánað sem staðsett var í Eyjafirði. Guðmundur faðir Andra sótti hjólið og settist Andri upp á það um hálfri mínútu fyrir start. Hann lét það ekki trufla sig og tryggði sér annað sæti sem fyrr sagði.

Það er landsliðsþjálfari Noregs í greininni sem þjálfar Andra. Sá heitir Kenneth Gundersen og hefur lengi verið einn þeirra fremsti maður í mótorcross.

Ein hugrenning um “Grein um Andra Snæ í DV”

  1. Anægjulegt ad DV virdist allt i einu hafa ahuga a motocross, og vonandi hefur bladamadurinn jafn mikinn ahuga a ad segja frettir af islensku motocrossi almennt eins hann hefur a tessum akvedna einstakling.

Skildu eftir svar