Vefmyndavél

Krakkakeppni næstkomandi miðvikudag, fyrir alla krakka.

Næstkomandi miðvikudag ætlum við að halda krakkakeppni í Bolaöldu í staðinn fyrir æfingu. Allir krakkar sem eiga eða hafa aðgang að hjóli eru velkomin (ekki bara þeir sem hafa sótt æfingarnar). Eina sem er farið fram á er að allir hjálpist að við að gera keppnina skemmtilega.

Fyrirkomulagið verður þannig að báðir hópar taka upphitun og svo taka 50/65cc 2 10 mín moto + 2 hringir  og 85/125cc taka 2 13 mín moto + 2 hringir. Mæting er á sama tíma og þegar æfing er, kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85/125.

Verðlaun verða fyrir alla og svo klárum við daginn með því að grilla ofan í alla eftir keppni 🙂

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Leave a Reply