Kawasaki kynnir byltingu í framdempurum

Nýju framgaflarnir

Á hverju ári kemur eitthvað nýtt og sniðugt í mótorhjólin og okkur finnst gaman að prófa. Sumir muna eftir því þegar diskabremsur þóttu nýjasta nýtt og svo kom vatnskæling, upside-down demparar, 19″ dekk, fjórgengishjól, twin-pipe og nú seinast bein innspýting.

Kawasaki sýndi í Budds Creek í vikunni 2011 árgerðina af Kawasaki KX450F þar sem nýjir byltingakenndir framdemparar eru kynntir til sögunnar (þeir verða ekki á 250F hjólinu árið 2011). Nýjungin felst í því að annar demparinn sér um samsláttinn og hinn um útsláttinn, þ.e. aðeins er gormur í öðrum gaflinum (ekki getur maður lengur kallað þetta öðrum demparanum) og í hinum er dempunarbúnaðurinn. Framgaflarnir eru því tveir ólíkir hlutar af hjólinu þó svo þeir líti eins út að utan.

Showa sem framleiðir gafflana segir að núningur minnki um 25% í venjulegri notkun en aðalatriðið sé að nú er hægt að stilla betur hæðina á göflunum líkt og þekkist með sag-ið á afturdempurum. Menn kunna að segja að það hefur nú þegar verið hægt en þetta er víst miklu nákvæmara og ítarlegra. Að sögn prufuökumanna sem RacerX var með á staðnum er hver millimetri í hæð á framgöflunum nú farinn að skila sér í miklum breytingum á stjórn hjólsins. Nú getur hver sem er stillt hjólið sitt mun betur og auðveldar að aðstæðum hverju sinni.

2011 Kawasaki KX450F

Stolið og stílfært af RacerX

3 hugrenningar um “Kawasaki kynnir byltingu í framdempurum”

 1. Reyndar segir í Cycle News að Kawasaki komi með þetta í KX250F hjólinu 2011 og KX450F einnig, hér er greinin;
  http://www.cyclenews.com/articles/new-bikes/2010/05/25/kawasaki-reveals-radically-new-2011-kx250f
  Og það er fult af öðru gotteríi í þessu hjóli, eins og Factory racer stimpill með hærra þjöppuhlutfalli, minni stimpilbolti til að létta snúning/hreyfingu stimpilstangar, grennri ventlar með sterkari hausum en léttari, bein innspíting með meira loftinnflæði en í 2010 hjólnu og 20% meira bensínflæði en í 450 hjólinu, en lesið bara greinina hún segir miklu mera en bara um fjöðrunina, sem reyndar skiptir mestu máli.
  það er soldið langt síðan þessi frétt kom þarna inn.
  Kanski eru komnar nýjar upplýsingar um útgáfu þessa fjöðrunarkerfis, é veit ekki.
  En þetta er greinileg geeeðveikt hjól sem við eigum von á 😉
  Kv Nikki.

 2. Sorry! þeir verða EKKI í KX450F hjólinu samkv Cycle news. En svo annað, myndin með fréttinni er af KX250F hjóli, ekki 450.

 3. Sorry! Eins og fram kemur í greininni er þetta stolið og stílfært uppúr RacerX. Þeir eru að blaðra svo mikið um 450 hjólið að ég ruglaðist á hjólum. Þetta kemur sem sagt í 250 hjólinu 2011.

  Aðalatriðið með greininni er þó tæknin sem er verið að kynna til sögunnar og að fyrstu prófanir á henni gefi til kynna að þetta virki vel. Allt hitt er aukaatriði.

  Sem sagt: Þar sem stendur 450 á að vera 250 og öfugt

Skildu eftir svar