Vefmyndavél

KTM frumsýnir rafmagnshjól á morgun

KTM rafmagnshjól

Austuríski mótorhjólaframleiðandinn KTM, ætlar að frumsýna nýja línu af mótorhjólum á alþjóðlegu mótorhjólasýningunni í Tokyo á morgun. 2 hjól verða kynnt og segir KTM að þessar frumgerðir séu mjög líkar því sem að almenningur geti keypt eftir nokkur misseri.

Nýja línan gengur undur nafninu „Freeride“ og segir KTM að eftirspurn sé eftir umhverfisvænum hjólum á markaðnum í dag. Hjólin muni skila allt  að 30 hestöflum og 45 newtonmetrum. Prófanir á hjólinu hafa reynst vel og staðið vel undir væntingum segir Harald Plöckinger hjá þróunardeildinni þeirra.

Grind hjólsins er úr áli og mun hjólið vikta um 90 kg sem er um 10 kg léttara en sambærilegt bensínknúið hjól. Rafgeymirinn er 2,5kWh og tekur um einn og hálfan tíma að hlaða hann og dugar það í 45 mínútna harða keyrslu í motocrossbraut. Hægt er að skipta um rafgeymi í hjólinu.

KTM hefur fengið einkaleyfi fyrir sérstakri kúplingu sem þolir drullu og vatn.

Verð á hjólinu verður rétt undir 10.000 Evrum sem er sirka 1,7 milljón íslenskar án skatta en útsöluverð hér gæti verið í kringum 2 til 2,5 milljónir eftir því hvernig hjólið yrði skattlagt.

Motocross / Enduro hjól

El Supermoto

Mótorinn

15 comments to KTM frumsýnir rafmagnshjól á morgun

Leave a Reply