KTM frumsýnir rafmagnshjól á morgun

KTM rafmagnshjól

Austuríski mótorhjólaframleiðandinn KTM, ætlar að frumsýna nýja línu af mótorhjólum á alþjóðlegu mótorhjólasýningunni í Tokyo á morgun. 2 hjól verða kynnt og segir KTM að þessar frumgerðir séu mjög líkar því sem að almenningur geti keypt eftir nokkur misseri.

Nýja línan gengur undur nafninu „Freeride“ og segir KTM að eftirspurn sé eftir umhverfisvænum hjólum á markaðnum í dag. Hjólin muni skila allt  að 30 hestöflum og 45 newtonmetrum. Prófanir á hjólinu hafa reynst vel og staðið vel undir væntingum segir Harald Plöckinger hjá þróunardeildinni þeirra.

Grind hjólsins er úr áli og mun hjólið vikta um 90 kg sem er um 10 kg léttara en sambærilegt bensínknúið hjól. Rafgeymirinn er 2,5kWh og tekur um einn og hálfan tíma að hlaða hann og dugar það í 45 mínútna harða keyrslu í motocrossbraut. Hægt er að skipta um rafgeymi í hjólinu.

KTM hefur fengið einkaleyfi fyrir sérstakri kúplingu sem þolir drullu og vatn.

Verð á hjólinu verður rétt undir 10.000 Evrum sem er sirka 1,7 milljón íslenskar án skatta en útsöluverð hér gæti verið í kringum 2 til 2,5 milljónir eftir því hvernig hjólið yrði skattlagt.

Motocross / Enduro hjól
El Supermoto
Mótorinn

15 hugrenningar um “KTM frumsýnir rafmagnshjól á morgun”

  1. Aldrei að segja aldrei. Það voru nokkrir sem sögðust aldrei ætla að fá sér fjórgengis þegar þau voru að koma sterk inn um aldamótin, er einhver þeirra ennþá á 2stroke?
    Þetta er klárlega framtíðin.

  2. Það er soldið ömurlegt að heyra ekki í vélinni, Maður verður að hafa Ipod með Vélarhljóði til að fá fílinginn

  3. Haraldsson, varstu einn af þeim sem sagðir árið 1996 þegar Doug Henry mætti á YZF400 að þú ætlaðir aldrei að fá þér 4stroke??

  4. ég virkilega vona að þetta verði ekki framtíðin, ég elska drunurnar og lætin í hjólunum, bensín lyktina og svo líka þá er þetta alveg sjálfskipt náttúrulega og þá þarftu ekkert að læra kúpla eða skipta um gír og það er ekkert gaman, töff hjól en lame vél.

  5. voðalega virkar þetta eitthvað óspennandi.. væri lítið gaman að fara á keppnir þar sem heyrist ekkert annað en suð í öllum

  6. gæti ekki verið meira sammála fyrrum ræðumanni, engin hljóð, bara eitthvað smá hljóð í keðjum. óspennandi og bara frekar lame.

  7. eini kosturinn við tetta hjol er tað að tað er hægt að gefa eitthverjum stuð ef hann tarf tess hehe

  8. hvað með að fara í vatn það leiðir út og það er ekkert grín. benzín takk

Skildu eftir svar