Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Framtíðarbikarinn

Um næstu helgi fer fram „Coupe de l’Avenir“ sem lauslega má þýða sem Framtíðarbikarinn fram í Belgíu.  Keppnin er betur þekkt sem MX of Nation undir 21 árs en þetta er í fertugasta sinn sem keppnin fram.

2 Íslenskir keppendur munu taka þátt í ár og er það í fyrsta skiptið sem Íslendingar eru með í keppninni. Eyþór Reynisson og Guðbjartur Magnússon verða fulltrúar Íslands og liðsstjóri er Reynir Jónsson. Hægt er að finna allar upplýsingar um keppnina á http://www.coupedelavenir.be en þarna hafa flestir bestu ökumenn heimsins byrjað sinn feril.

Vonandi gengur þetta vel hjá „strákunum okkar“ og munum við vonandi geta sent fullskipað lið í þessa keppni á næsta ári.

Brjálað fjör í Bolaöldubraut 21.09.11

Brautin var hreint út sagt geðveik í gærkvöldi, ruttaðist í druslur og það rutt sem héldu sér allt kvöldið. Gleðin var við völd og bros á næstum því hverju andliti. Geðveikt gaman að geta tekið á því í góðum félagsskap.

HEYRST HEFUR:  Tekið skal fram að eftirfarandi á sér sennilega enga stoð í raunveruleikanum!!

Að Keli 50 formó hafi verið alveg grillaður. Að Bína 98 hafi  verið sjónlaus. Að Harði Pétur, afmælisbarn, hafi tekið jarðvegssýni. Að Sölvi 123 hafi bilað. Að Sölvi 123 sé orðinn 2t fan. Að Bryndís 33 hafi líka smitast af 2t bakteríunni. Að Gísli 57 hafi sprungið á því. Að Einar Sverris hafi tekið byltu kvöldsins. Að þegar of margir stjórnarmenn komi saman í einu, í brautinni, endi einhver af þeim í tjóni. Að Biggi 155 sé rosalegur. Að Guggi sé orðinn grænn. Að Hinrik 60 hafi tekið meistaradettur.  Að greinaskrifara hafi loksins fundið hjólagleðina. Að Helgi 213 hafi tekið vippukvöld dauðans. Að Robert hafi hjólað fram í rauðan dauðann, amk vel fram í myrkur. Að Keli hafi lýst upp nóttina. Að Jökull H hafi verið útpústaður. Að Óliver hafi hjálpað til við útpústið. Að Atli 669 sé með klósettrör í stað púströrs.  Að það hafi verið gaman saman.

Myndavélin klikkaði á kanntinum þannig að engin mynd fylgir fréttinni.

MXON 2011 frá Jonni.is

Kári Jónsson

Jónas Stefánsson var með myndavélina á lofti á MXON og hér er flott grein af blogginu hans í heilu lagi:

Þá er Motocross of Nations 2011 afstaðið og þvílíka spennan sem var í dag ! Dagurinn byrjaði á æfingum hjá öllum, fyrst B og svo A næst þar á eftir. Eftir æfingarnar var svo komið að íslensku strákunum að standa sig í B-úrslitum.

B-úrslitin fóru af stað og Kári Jóns byrjaði með rosa flottu starti, eftir fyrsta hring var hann um miðjan hóp en Viktor og Eyþór höfðu báðir lent í einhverju niggi og voru dottnir aðeins aftur úr. Viktor keyrði sig helling í gang og Eyþór komst í gírinn rétt seinna. Það endaði með því að Viktor kláraði efstur af Íslendingunum í 27. sæti, Eyþór næstur þar á eftir í 28. sæti og loks Kári  í 29. sæti sem missti hina báða framúr sér eftir eitthvað smávægilegt klúður á síðustu hringjunum. Semsagt fínn árángur hjá strákunum og auðvitað bullandi reynsla fyrir þá alla.

Lesa áfram MXON 2011 frá Jonni.is

Ameríkanarnir óstöðvandi

Villopoto leiðir í síðasta motoinu

Ameríska liðið sýndi enn einu sinni að þeir eru besta motocrossþjóð í heimi eftir sigur sinn í Motocross of Nations í dag. Þeir þurftu þó á öllu sínu besta að halda því fyrir síðasta mótóið var Franska liðið í forystu. Þeir stóðust pressuna eins og undanfarin ár en þegar hinn franski Christoph Pourcel datt í síðasta motoinu var sigurinn vís fyrir kanana. Þeir unnu aðeins eitt moto en góður akstur hjá Villopoto og Dungey var grunnurinn að sigrinum. Nýliðinn Baggett náði aðeins 17 og 17. sæti  og þeir náðu samt sinni  7. keppni í röð.

Franska liðið mætti feykisterkt til leiks, ástralska liðið var gott og hinn þýski Ken Roczen er á góðri leið með að verða bestur í heimi.  Miklar sviptingar voru annars í öllum motoum. Ástralska liðið, með Chad Reed í fararbroddi, náði bronsinu en það er þeirra besti árangur í keppninni.

Lesa áfram Ameríkanarnir óstöðvandi

26-27-28

Strákarnir okkar röðuðu sér í 26, 27 og 28 sætin af 37 keppendum í B-úrslitunum í morgun. Nánari fréttir af þeim síðar í dag.

Sæti Nr Nafn Land Teg Tími Hr eftir 1. eftir næsta Besti hringur
26 88 Viktor Gudbergs ISL Suz 35:02.5 16 -2 laps -1 lap 2:04.2
27 89 Eyþór Reynis ISL Hon 35:10.5 16 -2 laps 0:07.9 2:04.9
28 90 Kári Jónsson ISL Suz 35:29.2 16 -2 laps 0:18.6 2:02.4

Nánari úrslit hér Lesa áfram 26-27-28