Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN

Fréttir af Motocross of Nations

Íslenska MXON liðið

Stjórn MSÍ hefur valið landslið í Moto-Cross til þáttöku á MX of Nations sem fram fer dagana 27. og 28. september á Donington Park brautinni á Bretlandi. Ísland er í 29. sæti á heimslista FIM fyrir MX of Nations keppnina 2008 og munu Íslensku keppendurnir bera eftirfarandi númer.
MX1 = 85, MX2 = 86 og MX3 = 87 Landslið Íslands sem valið hefur verið til þáttöku á MX of Nations 2008 skipa þeir Valdimar Þórðarson á Yamaha YZ-F 450 í MX1 flokki, Aron Ómarsson á Kawasaki 250 KX-F í MX2 flokki, Einar Sigurðarson á KTM 505 SXS-F í MX3 flokki.
Liðstjóri liðsins er Haukur Þorsteinsson.

Team Iceland á MXoN ´08

MX of Nation 2008 fer fram á Donnington Park brautinni á Bretlandi dagana 27. og 28. september. MSÍ mun senda 3 manna landslið á keppnina og munu þeir flokkast í MX1, MX2 og MX Open flokka. FIM alþjóðasambandið hefur gefið út númeralista fyrir keppnina í ár og er Team Iceland með rásnúmer 85 = MX1, 86 = MX2 og 87 = MX Open.
Stjórn MSÍ ásamt Motocross og Enduro nefnd mun velja keppendur til þáttöku í þessa aðra MX of Nation sem Ísland tekur þátt í eftir 3. umferð
Íslandsmótsins í MX sem fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina.
Tilkynnt verður um landsliðshópinn ásamt liðstjóra á vef MSÍ www.msisport.is
miðvikdaginn 6. ágúst.

kveðja,
Stjórn MSÍ

Lesa áfram Team Iceland á MXoN ´08

MXON ekki á Írlandi 2008

Í fréttatilkynningu sem gefin var út í gær kemur fram að Motocross of Nations sem átti að vera 28. september 2008 verður ekki á Írlandi eins og til stóð. Ekki er ljóst hvar keppnin verður haldin og er FIM að leita að vænlegum stað í staðinn fyrir Moneyglass Desmene brautina. Ekki voru gefnar frekari útskýringar á breytingunni í tilkynningunni en..
Lesa áfram MXON ekki á Írlandi 2008