Íslenska MXON liðið

Stjórn MSÍ hefur valið landslið í Moto-Cross til þáttöku á MX of Nations sem fram fer dagana 27. og 28. september á Donington Park brautinni á Bretlandi. Ísland er í 29. sæti á heimslista FIM fyrir MX of Nations keppnina 2008 og munu Íslensku keppendurnir bera eftirfarandi númer.
MX1 = 85, MX2 = 86 og MX3 = 87 Landslið Íslands sem valið hefur verið til þáttöku á MX of Nations 2008 skipa þeir Valdimar Þórðarson á Yamaha YZ-F 450 í MX1 flokki, Aron Ómarsson á Kawasaki 250 KX-F í MX2 flokki, Einar Sigurðarson á KTM 505 SXS-F í MX3 flokki.
Liðstjóri liðsins er Haukur Þorsteinsson.

Skildu eftir svar