Kári, Þorgeir, Ingvi og Signý Íslandsmeistarar í Íscrossi

Daði Erlingsson sigraði í Vetrardekkjaflokki í síðustu umferð ársins í Íscrossi sem haldin var á Mývatni í gærkvöldi. Kári Jónsson sem var með fullt hús stiga fyrir mótið, vann fyrsta mótóið en í öðru og þriðja mótóinu gekk ekki eins vel og endaði hann fimmti og þriðji. Fyrir lokamótóið var þá komin smá spenna í titilbaráttuna en Kári hafði það að lokum og sigraði í Íslandsmótinu með 16 stiga forystu. Jón K. Jacobsen (Nonni lóbó) vann þó síðasta mótó ársins og vann silfurverðlaun í keppninni.

Guðbjartur Magnússon sigraði í Unglingaflokki en Ingvi Björn Birgisson varð Íslandsmeistari.

Jón Ásgeir Þorláksson sigraði í Opnum flokki með fullt hús stiga en Þorgeir Ólason varð annar og tryggði sér með því Íslandsmeistaratitilinn.

Signý Stefánsdóttir sigraði á heimavelli í kvennaflokknum með fullt hús stiga. Hún var einu mótói, því fyrsta á árinu) frá því að vinna titilinn með fullt hús stiga. Hún endaði 21 stigi á undan Ásdísi Elvu Kjartansdóttur.

Skildu eftir svar