Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Íscross á Mývatni

Smellið á auglýsingu!
Smellið á auglýsingu!

Mývetningar erum búnir að sjóða saman flottann pakka í kringum 2. og 3. umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi, með hjálp nokkurra styrktaraðila.

Dagskráin er birt hér með og svo er skráningin á www.msisport.is

munið tímatökusendana…

Dagskrá
Laugardagur 2. mars – Stakhólstjörn – 2. umferð Íslandsmótið
12:00 Mæting keppenda og skoðun hjóla
13:00 Keppni hefst samkvæmt tímaplani
16:00 Verðlaunaafhending
17:00 Öllum keppendum boðið í Jarðböðin við Mývatn
19:00 Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar býður keppendum í Pizzaveislu á Daddy’s
Lesa áfram Íscross á Mývatni

Vel heppnuð ískross keppni á Akureyri í dag

1. umferð Íslandsmótsins í ískrossi fór fram á Leirutjörninni á Akureyri í dag í björtu og góðu veðri og frábærum aðstæðum. Kári Jónsson tók vetrardekkjaflokkinn með trompi og sigraði öll sín moto með Bjarka Sig á hælunum í 2. sæti og Sigurð Bjarnason í þriðja sæti. Signý Stefánsdóttir sigraði kvennaflokkinn eftir harða baráttu við Andreu Dögg Kjartansdóttur. Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir varð í þriðja sæti.

Opna flokkinn (skrúfugaurarnir) sigraði Jón Ásgeir Þorláksson með talsverðum yfirburðum en Anton Freyr Birgisson gerði þó sitt besta og veitti honum góða keppni, þriðji maður í opna flokknum varð svo Guðjón Vésteinsson.

Lesa áfram Vel heppnuð ískross keppni á Akureyri í dag

Dagskrá fyrir Íscrossið

Hér er dagskráin fyrir Íscrossið á laugardaginn. Keyrt verður í tveimur hollum, annars vegar þeir sem eru á skrúfum og svo hins vegar þeir sem eru á nöglum.

Þar sem mæting er ekki fyrr en kl. 11, er ekkert mál að keyra úr Reykjavík um morguninn og heim aftur um kvöldið ef menn vilja.

Enn er hægt að skrá sig í skemmtilegt mót.

Smellið hér fyrir dagskrá

Skráningu í Íscross lýkur á fimmtudagskvöld

Frá Akureyri

Íslandsmótið í íscrossi hefst á Akureyri á laugardag.  Aðstæður á Leirtjörninni eru prýðisgóðar og því horfur á góðu móti. Skráningu í keppnina lýkur í kvöld kl. 21.00 á heimasíðu MSÍ.

Skráning hefur verið framlengd fram á fimmtudagskvöld kl. 21.00. Ekki missa af þessu.

ÍS KEPPNI FRESTAÐ vegna veðurs. Reynum aftur síðar.

Vetrarstarf klúbbsins

Eins og áður hefur verið sagt hér á vefnum þá stefnir stjórnin á að vera með ís keppni í nágrenni Reykjavíkur þann 19. Janúar næstkomandi. Stefnt er að því að fyrirkomulagið verði samhliða þrauta-braut með tveimur keppendum í einu, vetrar dekkjaflokkur og opinn flokkur. ( flokkafjöldi munu líka fara eftir keppendafjölda)  Reynt verður að hafa brautina þannig að mótorstærð skipti ekki máli. VINNER TAKES ALL. þ.e skráningargjöldin renna öll til vinningshafa eftir út sláttarkeppni. Stjórn VÍK vinnur hörðum höndum að því að fá leyfi til þessarar keppni. Enn sem komið er það leyfi ekki í hendi en langtíma veðurspá virðist ætla að vera okkur hagstæð.  Nú er bara að græja upp hjólið og æfa sig fyrir komandi skemmtun. ( EF VIÐ FÁUM LEYFI )
Stjórn VÍK

Skráning hafin í Íscross

Búið er að opna fyrir skráningu í öll þrjú mótin í Íslandsmótaröð MSÍ í Ískrossi. Síðasti dagur fyrir skráningu er kl. 21 á þriðjudagskvöldi fyrir keppnishelgina eins og verið hefur. Keppendum er bent á að lesa yfir reglur um Ískross. Muna ádreparar eru skilda. Keppendur í Opnum flokki athugið takmörk á fjölda skrúfa í dekkjum og lengd. Fyrsta mótið 2. feb. mun fara fram á Suðurlandi ef aðstæður leyfa, annars mun mótið færast norður til Akureyrar eða Mývatns. 2. og 3. umferð fara fram á Mývatni, laugardag og sunnudag sömu helgina.