Íscross á Mývatni

Smellið á auglýsingu!
Smellið á auglýsingu!

Mývetningar erum búnir að sjóða saman flottann pakka í kringum 2. og 3. umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi, með hjálp nokkurra styrktaraðila.

Dagskráin er birt hér með og svo er skráningin á www.msisport.is

munið tímatökusendana…

Dagskrá
Laugardagur 2. mars – Stakhólstjörn – 2. umferð Íslandsmótið
12:00 Mæting keppenda og skoðun hjóla
13:00 Keppni hefst samkvæmt tímaplani
16:00 Verðlaunaafhending
17:00 Öllum keppendum boðið í Jarðböðin við Mývatn
19:00 Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar býður keppendum í Pizzaveislu á Daddy’s

Sunnudagur 3. mars – Neslandavík – 3. umferð Íslandsmótið
10:00 Mæting keppenda og skoðun hjóla
11:00 Keppni hefst samkvæmt tímaplani
14:00 Verðlaunaafhending
Að lokinni keppni er keppendum boðið að skoða Fuglasafn Sigurgeirs í Neslöndum

Hótel Reynihlíð býður gistingu með morgunverði á kr. 5.900 á mann, sími 464-4170 Nánari upplýsingar veita Stefán í 895-4411 og Kristján í 856-1160

Skildu eftir svar