Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Fyrsta Ís-cross keppni ársins

VÍH hefur fengið úthlutuðu leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að halda ís-cross keppni á Hvaleyrarvatni í byrjun febrúar.  Við erum að sjálfsögðu háðir frosti og veðri en leyfi hefur fengist fyrir 2, 3, 9 og 10 febrúar.  Keppnin mun fara fram laugardaginn 2 febrúar ef frost og veður leyfir en annars frestast fram á sunnudaginn 3 febrúar eða frestast um eina viku.
Á þessari stundu liggja ekki endanlegar reglur fyrir en verið er að vinna í þeim.  Gera má ráð fyrir að keppt verði í tveimur flokkum.  Verksmiðjuframleidd nagladekk með að hámarki 350 nöglum í dekki og síðan opnum flokki með að hámarki 600 nöglum í dekki.  Ekkert hefur hinsvegar fengist staðfest á þessari stundu hvað reglur og fyrirkomulag varðar.
Nánari upplýsingar birtast síðar.

Ísinn prufaður

Um 20 hjól voru á Leirtjörn í dag og greinilegt að menn eru að komast í mikinn ís-ham.   Menn voru fljótir að rifja upp gömlu ís-taktana og var mikið reis í gangi. Hvaleyrarvatn er að verða frosið og hugsanlega hægt að hjóla á því á morgunn eða á gamlársdag.  Veðurspáin er hinsvegar ekki hliðholl okkur þar sem veðurstofan spáir hlýnandi upp úr helginni.
Keppnir til Íslandsmeistara verða 2 febrúar á Hvaleyrarvatni.  2 mars á Leirtjörn eða Hafravatni og 15-17 mars á Mývatni.  Nú er um að gera að æfa stíft.

Fundum lyktina en ekki bragðið

Fyrir síðustu helgi lofaði ísinn góðu.  Þeir alhörðustu voru mættir upp á vötnin kvöld eftir kvöld og farnir að ganga út á hratt frjósandi vötnin.  Á fimmtudagskvöldið var kominn 7-10 cm þykkur ís á Hvaleyrarvatni og lofaði allt góðu en þá byrjaði að snjóa.  Menn voru vel bjartsýnir og þeir sem gerðu sér ekki grein fyrir einangrunar-áhrifum snjósins enduðu á kafi í vatninu og mun Böggi á KTM200 seint gleyma því.  Menn fundu þó ís á grunnri tjörn við Nesjavallaveginn, 7-10 sm þykkur ísinn en eftir 1 klst akstur var búið að spóla niður úr.  Menn gátu þó leikið sér í nokkra klukkutíma.
Húsvíkingar eru víst með aðalgræjuna.  Toyota pickup með snjótönn framaná.  Þeir fara út á vatn sem heitir Botnsvatn og ryðja sér bara leið.
Nú er allur snjór að hverfa og spurning hvort hjólamenn verði bænheyrðir á næstu dögum og fái langan og góðan frostkafla.