Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Íslandsmótið í íscrossi að hefjast

Nú eru tæpar tvær vikur í fyrstu umferðina í N1 Íslandsmótinu í Ískrossi sem fram fer á Mývatni þann 17. janúar næstkomandi Búið er að opna fyrir skráningu á www.msisport.is og lýkur skráningu á miðnætti á þriðjudagskvöldið 13/1. Keppnisgjöld eru kr. 5000 í hvern flokk, en keppt verður í þremur flokkum, Opinn flokkur þar sem skrúfur og ísnálar eru leyfilegar, Vetrardekkjaflokkur þar sem eingöngu fjöldaframleidd nagladekk eru leyfð og svoKvennaflokkur á fjöldaframleiddum nagladekkjum. Athugið að á árinu 2009 mun MSÍ ekki gera neinar undantekningar varðandi skráninguna, henni lýkur þegar henni lýkur og ekkert væl eftir það.

Lesa áfram Íslandsmótið í íscrossi að hefjast

Jonni á Mývatni

Jonni.is mætti á ísinn á Mývatni og tók nokkrar myndir eftir að ísinn var ruddur í gær. Eins á vanalega er margt um manninn fyrir norðan og allir ávallt velkomnir.

[slideshow=6]

Akstur á Hvaleyrarvatni bannaður

akstur_bannadur.gifVefnum hefur borist bréf frá lögreglunni í Hafnarfirði:

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í mars 2008 var ákveðið að draga til baka heimild til ísaksturs á vatninu sem gefið var út árið 2001. Þannig er ljóst að akstur á ísilögðu vatninu er óheimill samkvæmt ákvörðun bæjarráðs Hafnarfjarðar. Umhverfi vatnsins er útivistarsvæði og við erum með nokkrar kvartanir yfir hávaða frá hjólum þarna á vatninum nú um sl. helgi. Lögreglan fór að vatninu í gær og ræddi við nokkra mótorhjólamenn sem voru við akstur á ísnum og sögðust vera félagsmenn í Vík.

Ég óska eindregið eftir að þú komir þessari ábendinu til ykkar félagsmanna þannig að menn séu meðvitaðir um bannið og ekki síður að menn virði það bann sem þarna gildir. Ég hef hvatt Hafnarfjarðarbæ til að setja upp merkingar við vatnið þannig að það fari ekki framhjá mönnum um að akstur sem þessi sé óheimill.

kveðja,

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri

Svæðisstöð II. Flatahrauni 11 Hafnarfirði.

sími 444-1141 – 843-1141.

Íscross á Mývatni 2.umferð

Íscross á Mývatni. Íslandsmót. 2.umferð