Vefmyndavél

Fyrsta backflip Íslandssögunar á torfæruhjóli

Norðanmaðurinn Hafþór Grant varð um daginn fyrsti Íslendingurinn til að gera backflip á torfæruhjóli og náði hann {mosimage}því aðeins í annara tilraun. Glæsilegt hjá stráknum og greinilegt að „Freestyle motocross“ er að færast í aukanna hér á landi.
Smellið hér til að sjá myndbandið af stráknum.

Aksturssvæði í Hafnarfirði kynnt

Næstkomandi miðvikudag verður deiliskipulagstillaga að
akstursíþróttasvæði kynnt í Hafnarborg kl. 17. Það er frétt um þetta í
Fjarðarpóstinum í dag. Smelltu hér til að skoða hana – hún er á bls. 3. Síðan er einnig hægt að skoða tillöguna á hafnarfjordur.is – sjá hér.
Við hvetjum alla félagsmenn til þess að mæta á miðvikudaginn og tjá sig
um deiliskipulagið – að sjálfsögðu tjáum við okkur jákvætt til þess að
þessu ferli fari nú að ljúka og við getum sótt um framkvæmdaleyfi.

Tekið af vef AÍH

X games í Ameríku

X games er orðinn einhver stærsti íþróttaviðburður í heiminum. Þetta er allavega langstærsta jaðaríþró´ttahátíðin og er keppt í mörgum flokkum í mótorsporti. Keppt er á hjólabrettum, línuskautum og allskonar tækjum en á mótocross hjólum er meðal annars keppt í supermoto, freestyle, besta trikkið, hástökki og nú í fyrsta skipti í motocrossi. Hér eru helstu úrslit frá keppnunum sem fram fóru um helgina í Los Angeles í Kaliforníu.

Lesa meira af X games í Ameríku

Jói Kef stöntar í SUPERSPORT

Allir þekkja hrakfallabálkinn Jóa Kef, en hann er einn af flottustu og brjáluðustu stönturum landsins. Í nýjasta SUPERSPORT þættinum sem frumsýndur verður kl. 18:30 í kvöld á SÝN sýnir Jói nokkra glæsilega takta á Honda CRF250R fyrir utan Smáralindina. Síðasti þátturinn sem fjallaði um drifter keppni sportbíla er kominn á www.supersport.is. SUPERSPORT er í boði Bernhard ehf. – Honda á Íslandi. Bjarni Bærings.

Flott mynd

Hér er skemmtileg mynd af tvöfalda backflippinu hans Pastrana sem við sögðum frá um daginn.

Heimsmet !

Síðustu helgi gerði Ryan Capes það sem menn héldu einu sinni að væri ekki hægt. Hann setti heimsmet í langstökki á hjóli, rauf 300 feta múrinn og stökk lítil 310,4 fet, sem gerir heila 94,61 metra. Skoðið nánar hér.

Síða 3 af 512345