Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

KlaustursPunktar – (Hel)Víti

Eins og áður, verða keppendur hnepptir í  ‘Víti‘  fari þeir ekki eftir settum reglum.
Brautargæslumenn verða um alla braut og fylgjast með framgangi mála.  Þeir tilkynna brot og aðra hluti til keppnistjórnar í gegnum talstöðvar.  Keppnisstjórn hneppir svo óþekka keppendur í „Vítis-varðhald“ eins og tilefni er til.
Lesa áfram KlaustursPunktar – (Hel)Víti

KlaustursPunktar – Merking hjóls og keppanda

Öll hjól skulu vera merkt réttu keppnisnúmeri.
Keppendur skulu vera með hjól tryggilega merkt á hliðarspjöldum þegar þau koma til skoðunar.  Í skráningu fá keppendur númer sem þeir þurfa að líma á framplötuna.  Ef þeir hafa merkt sjálfir framplötuna þurfa þeir í það minnsta  að líma merki keppninnar á framplötuna.
Keppnistreyjur mega ekki vera með annað númer en er gildandi í keppninni!

Uppfærður keppendalisti fyrir Klaustur

Einhverjar smávægilegar breytingar hafa orðið á keppendalistanum og hér er birtur uppfærðu keppandalisti. Enn eru einhverjir möguleikar á að menn detti út, þannig að þeir sem eru 10 efstu á biðlistanum mega senda símanúmer á vik@motocross.is ef þeir vilja láta ná í sig með hraði.

Keppendalistinn

KlaustursPunktar – Takmörkun umferðar

Hafið endilega í huga að öll umferð vélknúinna farartækja, annarra en keppenda og merktra starfsmanna, er stranglega bönnuð bæði laugar- og sunnudag.
Á laugardeginum er einnig takmörkun á akstri keppenda.  M.a. er ætlast til þess að hjól séu færð til skoðunar með DAUÐAN MÓTOR..!
Á keppnisdegi eru keppendur beðnir um að virða skilti þar sem ætlast er til þess að keyrt sé í fyrsta gír.  Þetta á við t.d. við skiptisvæðið og innan þjónustusvæðis.

Fyrirfram þakkir fyrir vinsamlegar móttökur  🙂

KlaustursPunktar – Skoðun á laugardeginum

Gert er ráð fyrir að keppendur komi með hjólin til skoðunar á laugardeginum.  Takmarkaður skoðunartími verður á sunnudagsmorguninn.  Hann er ætlaður þeim sem þurfa “endurskoðun” eða hafa af óviðráðanlegum orsökum ekki getað mætt á laugardeginum.
En hvað um það – Allir mæta glaðir á svæðið á laugardeginum og fara beint í að ganga frá skráningu.  Hún er tvískipt.! 
Lesa áfram KlaustursPunktar – Skoðun á laugardeginum

Klaustur í beinni á Sport TV

Það stefnir allt í það að Offroad Challenge keppnin á klaustri verði sýnd í beinni útsendingu á Sporttv.is og ætlar Kukl að sjá um útsendinguna. Öll keppnin verður sýnd frá upphafi til enda og fjöldi myndavéla á staðnum til þess að sem mest náist af brautinni. Óhætt er að segja að þetta sé frábært framtak sem sannar enn og aftur hvað þessi keppni er gríðarlega stór.