KlaustursPunktar – (Hel)Víti

Eins og áður, verða keppendur hnepptir í  ‘Víti‘  fari þeir ekki eftir settum reglum.
Brautargæslumenn verða um alla braut og fylgjast með framgangi mála.  Þeir tilkynna brot og aðra hluti til keppnistjórnar í gegnum talstöðvar.  Keppnisstjórn hneppir svo óþekka keppendur í „Vítis-varðhald“ eins og tilefni er til.

Meðal þess sem brautargæslumönnum ber að tilkynna er:
 – Keppandi sleppir hliði eða fer röngu megin við stiku.
 – Keppandi tekur niður stiku með hjóli eða fæti án augljósar ástæðu (t.d. forðast árekstur)
 – Keppandi virðir ekki hraðatakmarkanir á skipti- eða þjónustusvæði.
 – Keppandi er með rangt númer á treyju eða með illa merkt hjól. 
 – Keppandi sýnir af sér óíþróttamannslega hegðun.

Hvert brot kostar eina mínútu í „Víti“.   Best að haga sér bara vel…!  😉

Skildu eftir svar