Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Styrktarreikningur fyrir Líklegan

Gamla hjólið

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur til að hjálpa Hirti L Jónssyni (Líklegur) til að eignast mótorhjól að nýju.

Eins og flestir í vélhjólasamfélaginu á Íslandi vita var Husqvarna hjólinu hans Hjartar stolið í byrjun Júní.
Hjörtur er einn af þeim sem standa fremst þegar kemur að félagstörfum og að hagsmuna gæslu sem snýr að notkun vélhjóla.
Hjörtur hefur unnið undanfarna tvo áratugi að minnsta kosti að því að auka hag vélhjólafólks og hagsmunaaðila vélhjóla greinarinnar á Íslandi.
Hann hefur starfað ötullega í stjórn Snigla, sem keppnisstjóri Endurokeppna, sem framkvæmdarstjóri Vélhjólaíþróttaklúbbsins VÍK, núverandi stjórnarmaður Ferða og Útivistarfélagsins Slóðavina ásamt því að vera góður félagi í mörgum öðrum mótorhjóla klúbbum. Lesa áfram Styrktarreikningur fyrir Líklegan

Stelpur: Munið endúróferðina á sunnudaginn

Smá áminning fyrir ykkur stelpur. Endúróferðin er á sunnudaginn, skoðið frétt um hana hér

Nígeríusvindl hér í smáauglýsingunum

Upp hefur komist um svindlara sem reyndu að hafa fé af Íslendingi sem auglýsti hjól sitt til sölu hér á vefnum. Við viljum biðja fólk að vara sig á öllum dularfullum karakterum sem bjóða gull og græna skóga fyrir gamla góða hjólið þitt. Hér er bréfið sem okkur barst og sagan er rakin:

Ég auglýsti Husaberg hjólið mitt til sölu á vefnum hjá ykkur fyrir nokkrum vikum og það setti sig neðangreindur aðili í samband við mig varðandi að kaupa hjólið.

Mér fannst aðeins gruggugt hvernig hann stóð að málinu en hélt áfram með málið.

Í gær fékk ég tékka frá honum frá HSBC bankanum fyrir hjólinu plús flutningskostnaði.  Hjólið átti að kosta 3000 evrur en tékkinn hljóðaði uppá 6.500 evrur.

Lesa áfram Nígeríusvindl hér í smáauglýsingunum

Stelpuendúróferð

Stelpuenduroferð verður farin næsta sunnudag 13. júní í boði Blue Mountain og Moto. Mæting er kl. 10.00 á bílaplani Olís við Norðlingaholt. Þær sem eru í vandræðum með hjólin (þ.e. hafa ekki kerru) geta haft samband við Teddu í síma 896-1318.  Þessi ferð er fyrir allar stelpur, fyrir þær sem eru hraðar en líka fyrir þær sem hafa ekki hjólað nema nokkrum sinnum, það verður nóg af fólki til að aðstoða. Veitingar eru í boði Moto og ekkert gjald er tekið fyrir ferðina, þannig að nú er málið að koma í frábæra ferð með frábærum stelpum.
Endilega sendið á mig línu hér eða á e-mailið tedda@bluemountain.is
Ef einhverjar hafa ekki aðgang að hjóli er hægt að leigja þau hjá BlueMountain og eru þau á tilboði 16.000 fyrir þennan dag.

Hlakka til að sjá sem flestar
kv. Tedda

Fréttir af Marcus Olsen

Olsen á Klaustri

Íslandsvinurinn Marcus Olsen er heldur betur að gera það gott í sænska meistaramótinu í enduro. Í fyrstu umferðinni sem var keyrð í Östersund í febrúar þá lenti kappinn í þriðja sæti overall og var fyrstur í flokki 250cc hjóla. Í annarri umferðinni sem var keyrð í Norrahammar endaði hann í sjöunda sæti overall og þriðji í flokki 250cc hjóla og svo um síðustu helgi þá gerði hann sér lítið fyrir og varð annar overall í þriðju umferð mótsins sem fór fram í Borås og fyrstur í 250cc flokki. Það er við rammann reip að draga að ná fyrsta sætinu því það hefur Husaberg ökumaðurinn Joakim Ljunggren einokað í hverri einustu keppni frá því 2008. Lesa áfram Fréttir af Marcus Olsen

Mótorhjóli stolið

Framljósið er núna svart og ekki hlífar fyrir handföngunum.

Í gær var Husqvarna TE410 hjólinu mínu stolið fyrir utan Ásgarð 53. Hjólið er ekki mikils virði sem söluvara, en hefur mikið tilfinningarlegt gildi fyrir mig. Hjólið er 13 ára og ef einhverjum tekst öðrum en mér að koma því í gang þá er það ónýtt strax. Því er það mér mikill akkur að hjólið finnist sem fyrst.

Hjörtur Líklegur