Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Þjálfarabúðir Keilis

Keilir stendur fyrir sínum öðrum þjálfarabúðum nú síðar í mánuðinum. Námskeiðið er þriggja daga er hugsað fyrir alla sem koma að þjálfun íþróttamanna og er áherslan lögð á styrktar- og ástandsþjálfun sem miðar að því að hámarka árangur og lámarka meðsli.
Námskeiðið er 24. – 26. febrúar 2011 kl. 09.00-16.00 hjá Heilsuskóla Keilis að Ásbrú. Nánari upplýsingar má finna hér.

Önnur umferð í Íscrossinu

Frá Mývatni

Í kvöld rennur út skráningarfrestur í aðra umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi, sem að þessu sinni fer fram á Akureyri. Nánar tiltekið mun keppnin fara fram á tjörninni við Leirunesti og verður örugglega mikill fjöldi áhorfenda. Þessa helgi fer fram stór vetrarsporthátíð á Akureyri sem heitir Éljagangur 2011. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um hátíðina á www.eljagangur.is

Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar mun aðstoða KKA við framkvæmd mótsins og er tímaplanið hér.

Kári Jónsson Íslandsmeistari í EnduroCross

Kári Jónsson varð í dag fyrsti Íslandsmeistarinn í EnduroCross með öruggum akstri eins og venjulega. Í dag varð Björgvin Stefánsson í öðru sæti og Daði Erlingsson í þriðja sæti, Daði endaði þá annar í Íslandsmótinu og Björgvin þriðji.

Nánari úrslit og staða eru hér.

Hver verður fyrsti Íslandsmeistarinn í EnduroCross ?

Hver verður Íslandsmeistari?

Á morgun laugardaginn 5. febrúar munu Vélhjólaíþróttaklúbburinn og MSÍ bjóða til mótorsportveislu í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er þriðja og síðasta keppnin í Íslandsmeistaramótsröð í Endurokrossi innandyra og nú verður spennan í hámarki.

Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur

Brautin í EnduroX keppnum er yfirleitt stutt en með fjölda hindrana og reynist mörgum ótrúlega erfið og í keppni sem þessari er því við öllu að búast. Þetta verður síðasta keppni vetrarins og vænta má að menn mæti vel stemmdir og grimmir til leiks þar sem fyrsti Íslandsmeistaratitillinn er í húfi.
Brautin um helgina mun bjóða upp á harða keppni en keppendur þurfa að berjast við stökkpalla, staurabreiður, hleðslusteina- og dekkjahrúgur, kubbagryfju og margt fleira.

Hörð og spennandi keppni

Allir bestu torfæruhjólaökumenn landsins munu mæta til keppni hungraðir í að komast á verðlaunapall svo búast má við hörkukeppni. Fyrstu menn í hverjum riðli og „Síðasta séns“ komast áfram í lokariðillinn.  Þar verður allt lagt undir og búast má við harðri keppni og mikilli skemmtun fyrir áhorfendur.

Glæsileg verðlaun

Sigurvegarar keppninnar verða verðlaunaðir með glæsilegum verðlaunum. Öll keppnisgjöld renna óskipt til þeirra sem keppa í lokariðlinum.

Endurokrosskeppnir af þessu tagi njóta mikilla vinsælda í Evrópu og Bandaríkjunum. Veðrið spillir oft fyrir keppnishaldi hér á landi en Reiðhöllin tryggir að svo verði ekki.  Keppnin er haldin öllu hjólafólki til skemmtunar en ekki síður sem fjáröflun fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbinn til að halda áfram uppbyggingarstarfi félagsins.

Látið því sjá ykkur á morgun laugardaginn 5. febrúar kl. 14-16 í Reiðhöllinni

Munið skráninguna í EnduroCrossið – uppfært

Skráningunni í EnduroCrossið lýkur í kvöld klukkan 21 !!

Uppfært – Brautin verður með enn betra flæði en áður, færri hindrunum og meiri hraða.

Uppkast af brautinni

ÍBR heiðrar Íslandsmeistara

Í dag klukkan 16.30 í Laugardalshöllinni mun Íþróttabandalag Reykjavíkur veita um 600 reykvískum íþróttamönnum frá 13 ára aldri viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitla á árinu 2010. Hér er að neðan er listi íþróttamanna innan raða VÍK sem verða heiðraðir.

Íslandsmeistarar VÍK á árinu 2010:
Björgvin Sveinn Stefánsson
Eyþór Reynisson
Guðbjartur Magnússon
Guðfinna Gróa Pétursdóttir
Haukur Þorsteinsson
Ingvi Björn Birgisson
Kári Jónsson
Kjartan Gunnarsson
Magnús Guðbjartur Helgason