Vefmyndavél

Sumarið (og Klaustur) á næsta leiti

Það er komið að því að greiða félagsgjaldið og styrkja félagið ykkar. Sumarið er rétt handan við hornið og félagið þarf þinn stuðning. Skráning í Klausturskeppnina hefst 10. mars og þá verða allir keppendur að hafa greitt félagsgjald í sitt félag.

Vorverkin í Bolaöldu og Álfsnesi hefjast von bráðar og það er margt sem okkur vantar til að geta staðið okkur í sumar. Félagið vantar m.a. dráttarvél og margt fleira sem nauðsynlegt er að útvega sem allra fyrst. Auk þess kostar það einfaldlega stórfé að byggja upp og reka aksturssvæðin og því þurfa sem flestir að leggja sitt af mörkum.

Félagið heldur úti tveimur svæðum og hjá því er starfsmaður í vinnu auk sumarstarfsmanns sem er kostnaðarsamt. Fjöldi manns vinnur líka sjálfboðastarf á vegum félagsins við að halda keppnir, byggja upp svæðið og tryggja rétt okkar á slóðum og vegum landsins.

Lesa meira af Sumarið (og Klaustur) á næsta leiti

Munið félagsgjöldin

Nú er rétti tíminn til að borga félagsgjöldin í VíK svo það gleymist ekki! Hvort sem þú þarft að endurnýja eða ert nýr félagi þá er hægt að borga hér á vefnum með kreditkorti og hægt að prenta út félagaskírteini strax á eftir. Hér eru stuttar leiðbeiningar

  1. Skráðu þig inn á motocross.is
  2. Farðu í félagakerfið
  3. Veldu Borga félagsgjöld ef þú ert í félagi / Nýskráning í félag ef þú ert nýr
  4. Fylgdu leiðbeiningum

Hægt er að greiða í fleiri félög en VÍK

Vinnukvöld í skúrnum

A er staðurinn

„Vinnukvöld í skúrnum“ fer fram í húsnæði N1 að Funahöfða klukkan 20:00 miðvikudaginn 23 febrúar.
Farið verður yfir hvernig dekkjaskipti fara fram á fjór- og tvíhjólum ásamt því hvernig best er að bera sig að við viðgerð á brotnum vélarhlutum með sérstakri málmsteypu.
Einnig verður efnt til dekkjaskipta keppni þar sem verðlaun verða fyrir þann sem er fljótastur að taka afturdekk af og setja annað á gjörð. Þeir sem vilja taka þátt í þeirri keppni er bent á að mæta með sín eigin gjörð og dekk ásamt verkfærum sem nota skal til verksins. Nánari upplýsingar um keppnina veitir Ásgeir Örn (897-7800).
Einnig verður sýnt hvernig aflmæling á tvíhjóli fer fram á sérstökum „Dyno“ bekk sem N1 hefur upp á að bjóða.
Slóðavinir standa fyrir kvöldinu en leiðbeinendur kvöldsins verða þeir Valur Vífilsson, Ragnar Ingi Stefánsson og Bjarni Finnbogason

Hraðamælir á öll hjól!

GPS gleraugu

Kanadíska gleraugnafyrirtækið Zeal Optics hefur í samvinnu við Recon Instruments kynnt til sögunnar gleraugu með innbyggðu GPS tæki. Gleraugun eru fyrst og fremst hönnuð fyrir snjóbretta- og skíðafólk en líklega verður boðið uppá endúró og motocross útgáfu innan skamms. Í gleraugunum er sem sagt venjulegt GPS tæki og svo lítill skjár neðst í þeim. Mjög auðvelt að líta niður á skjáinn og má segja að einföldustu upplýsingar, eins og hraði, sjáist alltaf svipað og í „heads up display“ í orrustuþotum og dýrum bílum.

Á tækinu eru 3 takkar við gagnaugað þar sem flett er á milli mynda sem í boði eru. Hægt er að fylgjast með hraða, hæð, Lesa meira af Hraðamælir á öll hjól!

Fyrirlestur um fatnað á fjöllum

FUS_logo.JPGSlóðavinir standa fyrir viðburðinum Fatnaður á fjöllum, sem fram fer á miðvikudaginn 16. febrúar, kl. 20:00 hjá Arctic Trucks, Kletthálsi 3.

Í heimsókn á fundinn kemur Jónas Guðmundsson frá Landsbjörg og fjallar um fatnað á fjöllum. Jónas hefur margra áratuga reynslu af fjallaferðum og björgunarstörfum. Hann mun fara yfir þau atriði sem skipta okkur máli þegar fatnaður er valinn fyrir fjallaferðir, hvort sem farið er að sumri eða vetri. Hann kemur til með að fara í ofkælingu og vekja athygli á góðum venjum fyrir ferðafólk.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Kári vann í stærsta flokknum

Þessi mynd og fleiri frábærar á gudmann.is - smellið á myndina

Kári Jónsson sigraði í Vetrardekkjaflokki í Íslandsmótinu í Íscrossi sem haldið var á Akureyri í gær. Mótið var haldið á Leirutjörn í tengslum við vetrar- og útivistarhátíðina Éljagang.

Kári er með fullt hús stiga í Vetrardekkjaflokki sem er stærsti og fjölmennasti flokkurinn í Íscrossinu. Daði Erlingsson varð annar í gær og Sigurður Bjarnason varð þriðji og voru þá þrjú efstu sætin eins og í síðasta móti.

Þorgeir Ólason sigraði í Opna flokknum, Jón Ásgeir Þorláksson varð annar og Ragnar Ingi Stefánsson þriðji en Ragnar Ingi sigraði á Mývatni um daginn og munar nú aðeins fimm stigum á honum og Þorgeiri í stigakeppninni til Íslandsmeistara.

Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Ásdís Elva Kjartansdóttir varð önnur og Andrea Dögg Kjartansdóttir þriðja. Signý er þá komin með 11 stiga forystu í Íslandsmótinu en systurnar berjast hart sín á milli og aðeins eitt stig skilur þær að.

Lesa meira af Kári vann í stærsta flokknum

Síða 42 af 144« Fyrsta...20...4041424344...6080...Síðasta »