Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Dakar 2012 Dagur 10

Joan

Það varð til nýr sigurvegari í dag, Joan Barreda Bort(Husqvarna) vann sinn fyrsta sérleiðarsigur í Dakar í dag þrátt fyrir að hafa orðið fyrir meiðslum í byrjun dags en hann þraukaði og skaut reynsluboltunum þar með ref fyrir rass, kom einni og hálfri mín á undan Coma og næstum fjórum mín á undan Despres

Hann sagði eftir leið dagsins „eftir afturdekkjavandamálið mitt á 3ja degi hef ég reynt að vinna mig upp á hverjum degi. Mér hefur gengið betur eftir því sem liðið hefur á rallið og í gær þá sá ég smá glætu með að ég ætti séns á að ná toppmönnunum svo ég greip það. En í dag átti ég í smá vandræðum með annan fótinn, í hraðri beygju, líklega verið á um 120km hraða setti ég fótinn út og rak hann í stein, ég hélt að fóturinn hefði rifnað af en svo var nú ekki. Á næstu bensínáfyllingarstöð tók ég nokkrar verkjatöflur og harkaði að mér og það dugði mér næstum í mark, rétt undir lokin voru verkirnir orðni miklir en ég komst í mark. Ég er ekki búin að láta kíkja á fótinn, hann hlýtur að jafna sig, hann verður að duga mér í nokkra daga í viðbót“.

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 10

Dakar 2012 Dagur 9

Hinn 43 ára norski Pal Anders Ullevalsetter (KTM)

Dagleiðin í dag var löng, heilir 606km. Það var gaman að sjá hvað mikið rót er á því hvernig úrslit á hverri sérleið er en það er ansi breytilegt þó staðan á toppnum rótist minna til.

Það voru líka 11 keppendur sem fengu 15mín refsingu í dag vegna þess að þeir höfðu skipt um mótor í hjólinum sínum, voru þetta bæði toppmenn og þeir sem eru lægra á stiganum, voru þetta keppendur á KTM, Husqvarna og Yamaha.

En þetta breytti sossum ekki neinum sköpum á toppnum, Cyril Despres(KTM) sýndi það í dag að hann er keppnismaður frammí fingurgóma og kom fyrstur í mark í dag enda átti hann harma að hefna vegna gærdagsins þegar hann festist í drullupytt þegar hann var einungis komin 11km inná leiðina, má sjá myndband hér þar sem hann endastings í drullunni. Örugglega ekki verið gott að eiga 467km eftir af deginum eftir svona byltu en svo kom refsingin til viðbótar við tímann en hann hélt samt 2 sæti í dag og er þar með komin aftur með forustu yfir heildina.

Marc Coma(KTM) kom svo annar í mark en telst vera sjöundi í mark þegar refsitíminn er komin á.

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 9

Dakar 2012 Dagur 8

Cyril

Það má segja að keppnin hafi opnast vel á þessum fyrsta degi eftir hvíldardag því Cyril Despres(KTM) gerði afdrifarík mistök í upphafi dagsins.

Þessi 477km langa sérleið hófst nánast með því að Marc Coma(KTM) sem fór fyrstur inná leiðina las leiðarbókina aðeins skakkt og tapaði strax mínutu en það breyttist á 11 km, þar gerði Despres slæm mistök og hjólaði beint ofaní drullupytt og reyndar Paulo Rodrigues(Yamaha) líka, drullupytt semComa hafði sloppið við en þeir félagar sátu fastir í pyttinum í um 10 mínutur og fór mikil orka í að ná sér þarna uppúr sem var ekki gott vegarnesti í svona langa dagleið.

Skyndilega var forustan galopin fyrir Coma og þegar hann frétti af vandræðum Despres ætlaði svo sannarlega að nýta sér það í botn og gaf allt í botn en þegar á leið varð hann að hægja á ferðinni til að hlífa hjólinu aðeins. Í lok dags hafði han landað sínum 20 sérleiða sigri í Dakar og það sem var kannski skemmtilegast var að hann hafði unnið 17mín og 20sek á Despres sem setti hann í 1 sæti yfir heildina, þó ekki nema 1mín og 26 sek.

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 8

Crossfit æfingar að hefjast á nýju ári

Við byrjum aftur á morgun þriðjudaginn 10. janúar. Æfingadagar verða áfram þeir sömu, mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar en nú verða allar æfingar kl. 19. Nú er farið að sjást í sumarið þrátt fyrir allan snjóinn og því ekki eftir neinu að bíða með að koma sér í form fyrir tímabilið. Þeir sem hafa verið á fullu í allt haust eru komnir í svakalegt form og enn að bæta sig og því verður mjög gaman að sjá þá á hjólunum í sumar. Í vor munum við leggja mikla áherslu á þol og þrek og þétta keyrslu á hverri æfingu – bara gaman.

Æfingar 2-3 x í viku fyrir þá sem eru vanir Crossfittarar
2x í viku, 4 mánuðir Verð 19.900 fyrir tímabilið jan-apríl
3x í viku 4 mánuðir Verð 29.900 fyrir tímabilið janúar-apríl

Fyrir þá sem eru að byrja í Crossfit alveg frá grunni er nauðsynlegt að mæta á grunnnámskeið í 6 vikur en það plús 2 æfingar í viku janúar til apríl kostar 29.900 fyrir tímabilið.
Lesa áfram Crossfit æfingar að hefjast á nýju ári

Dakar 2012 Dagur 7

Coma

Gærdagurinn var hálfgerður hvíldardagur þar sem sérleiðinni yfir Andersfjöllin var felld niður vegna slæmra skilyrða útaf snjó og mikillar rigninga svo dagur 6 var bara ferjuleiðar dagur, hugsanlega hefur það hjálpað einhverjum til að geta komið tækjum sínum í gott lag því sérleið dagsins í dag var 419km löng.

Marc Coma(KTM) sýndi klærnar í dag og sigraði sérleið dagsins rúmum 2 mínutum á undan helsta keppinaut sínum Cyril Despres(KTM).

Marc hefði þetta að segja eftir að hann kom ímark „það er almennt vitað að sérleiðin fyrir hvíldardaginn er alltaf erfið og dagurinn í dag var þar engin undantekning, mikill hiti og laus sandur. En þrátt fyrir það var hraðinn mikill og mér tókst að minnka bilið milli mín og Cyril um rúmar 2 mínutur þó þá sé alls ekki nóg.

Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 7

Dakar 2012 – Dagur 6 leið slegin af vegna veðurs

Skipuleggjandur Dakar rallsins ákváðu síðustu nótt að slá af 6 sérleiðina vegna mikilla rigninga og snjóa og slæmrar veðurspá í Andesfjöllunum en sérleiðin nær uppí 4700m hæð

Er þetta gert með öryggi keppenda í huga svo skipulögð var ný ferjuleið sem er mun öruggari.

Með Dakarkveðju

Dóri Sveins

www.slodavinir.org