Crossfit æfingar að hefjast á nýju ári

Við byrjum aftur á morgun þriðjudaginn 10. janúar. Æfingadagar verða áfram þeir sömu, mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar en nú verða allar æfingar kl. 19. Nú er farið að sjást í sumarið þrátt fyrir allan snjóinn og því ekki eftir neinu að bíða með að koma sér í form fyrir tímabilið. Þeir sem hafa verið á fullu í allt haust eru komnir í svakalegt form og enn að bæta sig og því verður mjög gaman að sjá þá á hjólunum í sumar. Í vor munum við leggja mikla áherslu á þol og þrek og þétta keyrslu á hverri æfingu – bara gaman.

Æfingar 2-3 x í viku fyrir þá sem eru vanir Crossfittarar
2x í viku, 4 mánuðir Verð 19.900 fyrir tímabilið jan-apríl
3x í viku 4 mánuðir Verð 29.900 fyrir tímabilið janúar-apríl

Fyrir þá sem eru að byrja í Crossfit alveg frá grunni er nauðsynlegt að mæta á grunnnámskeið í 6 vikur en það plús 2 æfingar í viku janúar til apríl kostar 29.900 fyrir tímabilið.

15 skipta kort á 12.500

Opið 6 mánaða kort 54.500
Opið 12 mánaða kort 89.500
Opnu kortin veita aðgang að stöðinni alla daga auk motocrossæfinga VÍK.

Hægt verður að kaupa kortin í gegnum kortakerfið hjá VÍK á motocross.is vefnum hér.
Einnig er hægt að nota Frístundakort Reykjavíkurborgar og flestra annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir kortin, þá sendið þið tölvupóst á vik@motocross.is með upplýsingum.

Kveðja, þjálfararnir Árni „löggan“ og Keli „formaðurinn“

CrossFit æfingar VÍK

2x í viku – 4 mánuðir
19.900 ISK

CrossFit æfingar VÍK

3x í viku – 4 mánuðir
29.900 ISK

CrossFit æfingar VÍK

Grunnnámskeið janúar-apríl
29.900 ISK

CrossFit æfingar VÍK

15 Skipta kort
12.500 ISK

Crossfit – Opið 6 mánaða kort

Opið 6 mánaða kort
54.500 ISK

Crossfit – Opið 12 mánaða kort

Opið 12 mánaða kort
89.500 ISK

Skildu eftir svar