Dakar 2012 Dagur 8

Cyril

Það má segja að keppnin hafi opnast vel á þessum fyrsta degi eftir hvíldardag því Cyril Despres(KTM) gerði afdrifarík mistök í upphafi dagsins.

Þessi 477km langa sérleið hófst nánast með því að Marc Coma(KTM) sem fór fyrstur inná leiðina las leiðarbókina aðeins skakkt og tapaði strax mínutu en það breyttist á 11 km, þar gerði Despres slæm mistök og hjólaði beint ofaní drullupytt og reyndar Paulo Rodrigues(Yamaha) líka, drullupytt semComa hafði sloppið við en þeir félagar sátu fastir í pyttinum í um 10 mínutur og fór mikil orka í að ná sér þarna uppúr sem var ekki gott vegarnesti í svona langa dagleið.

Skyndilega var forustan galopin fyrir Coma og þegar hann frétti af vandræðum Despres ætlaði svo sannarlega að nýta sér það í botn og gaf allt í botn en þegar á leið varð hann að hægja á ferðinni til að hlífa hjólinu aðeins. Í lok dags hafði han landað sínum 20 sérleiða sigri í Dakar og það sem var kannski skemmtilegast var að hann hafði unnið 17mín og 20sek á Despres sem setti hann í 1 sæti yfir heildina, þó ekki nema 1mín og 26 sek.

Norski frændi okkar Pal Andres Ullevalseter(KTM) kom annar í mark í dag ekki nema 1min og 55sek á eftir Coma og kom það honum uppí 10 sæti yfir heildina en hann er komin með 40mín í refsingu þó svo að ég viti ekki hversvegna.

Rodrigues gekk betur en Despres eftir drullupyttinn og kom í mark í 4 sæti en Despres 7 sæti.

Mark Coma(KTM) sagði við komuna í mark „mjög löng leið, ég var heppinn að tapa ekki miklum tíma í drullunni og þegar ég sá að ég átti góðan séns á að auka bilið greip ég tækifærið en þegar ég átti skammt eftir varð ég var við að mótorinn var ekki eins og hann átti að vera og sló þá verulega af til að hlífa honum og einbeitti mér að komast í mark örugglega. Þetta er 20 sérleiðasigur minn, skemmtileg tala en það eru ekki sérleiðar sigrarnir sem telja heldur að vinna rallið í heild. Það er ennþá löng vika framundan“.

Cyril Despres(KTM) hafði þetta að segja eftir daginn „það var drullusvað eftir undanfara bílana síðan fyrir 2 dögum síðan og þessvegna var það ekki í leiðabókinni og ég var sá fyrsti sem féll í gildruna ef svo má kalla, það var í raun engin leið fyrir mig að varast þetta, ég er núna að bíða eftir ákvörðun keppnisstjórnar því þeir sem á eftir komu tóku krók á sig því annars hefðu verið þarna 200 ökutæki föst í drullupytt svo mér finnst ósanngjarnt að ég og örfáir aðrir sé þeir einu sem þurfum að sitja uppi með þetta tímatap. Við munum ekki sætta okkur við það“.

Helder Rodrigues(Yamaha) hafði þetta að segja „það héldu allir að þetta yrði kannski soldið rólegur dagur en það breyttist strax í byrjun að verða frekar erfitt. Það reyndi mikið á rötun og þá sérstaklega í drullusvaðinu í byrjun, við vorum margir sem sátum fastir þar, það var ótrúlegt að sjá en þrátt fyrir þetta er ég ennþá í framlínunni og það er frábært“.

Staðan í mótorhjólaflokki eftir dag 8 er sem hér segir:

1.Marc Coma(KTM) 23klst24min18sek

2.Cyril Despres(KTM) +1min26sek

3.Helder Rodrigues(Yamaha) +49min1sek

4.David Casteu(Yamaha) +1klst9min52sek

5.Paulo Goncalves(Husqvarna) +1klst12min11sek

6.Jordi Viladoms(KTM) +1klst12min27sek

Alejandro_dagur8
Alejandro

Í fjórhjólaflokki eru ekki miklar breytingar, Patronelli bræður berjast á toppnum ásamt Tomas Maffei(Yamaha) en bræðurnir voru báðir á undan Maffei en það dugði ekki til að koma honum í 3 sætið yfir heildina, hann heldur ennþá 2 sæti tæpum 12 mín á undan Marcos en hann hafði þetta að segja eftir daginn „Leiðin var ekkert of erfið , ég hélt mig aftan við bílanna í góða stund þar til rofaði til og ég var orðin einn og gat einbeitt mér að því að halda góðum hraða en þegar um 40km voru eftir sprakk dekk hjá mér en það kom ekki að sök, ég er mjög sáttur við daginn. Hjólið er að virka vel og allt liðið er að standa sig frábærlega“.

Alejandro sagði þetta við komuna í mark „ég hélt góðum hraða því þetta var langt, hratt og erfitt. Síðasti hlutinn var flókin en ég er fegin að ég komst í mark. Ég hóf daginn með mótorhjólunum og ég óttaðist að það myndi flækja málin en það leystst vel. Ég hafði leiðina alveg útaf fyrir mig og gat því haldið góðum hraða. Leiðin var ansi grýtt og er ég aumur í höndunum eftir daginn en glaður“.

Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 8 er sem hér segir:

1.Alejandro Patronelli(Yamaha)

2.Tomas Maffei(Yamaha) +1klst6min5sek

3.Marcos Patronelli(Yamaha) +1klst18min57sek

4.Ignacio Casale(Yamaha) +3klst16min16sek

5.Rodrigo Ramirez(Can-Am) +4klst53min4sek

6.Lucas Bonette(Honda) +5klst11min6sek

Með Dakarkveðju

Dóri Sveins

www.slodavinir.org

Skildu eftir svar