Dakar 2012 Dagur 9

Hinn 43 ára norski Pal Anders Ullevalsetter (KTM)

Dagleiðin í dag var löng, heilir 606km. Það var gaman að sjá hvað mikið rót er á því hvernig úrslit á hverri sérleið er en það er ansi breytilegt þó staðan á toppnum rótist minna til.

Það voru líka 11 keppendur sem fengu 15mín refsingu í dag vegna þess að þeir höfðu skipt um mótor í hjólinum sínum, voru þetta bæði toppmenn og þeir sem eru lægra á stiganum, voru þetta keppendur á KTM, Husqvarna og Yamaha.

En þetta breytti sossum ekki neinum sköpum á toppnum, Cyril Despres(KTM) sýndi það í dag að hann er keppnismaður frammí fingurgóma og kom fyrstur í mark í dag enda átti hann harma að hefna vegna gærdagsins þegar hann festist í drullupytt þegar hann var einungis komin 11km inná leiðina, má sjá myndband hér þar sem hann endastings í drullunni. Örugglega ekki verið gott að eiga 467km eftir af deginum eftir svona byltu en svo kom refsingin til viðbótar við tímann en hann hélt samt 2 sæti í dag og er þar með komin aftur með forustu yfir heildina.

Marc Coma(KTM) kom svo annar í mark en telst vera sjöundi í mark þegar refsitíminn er komin á.

Helder Rodrigues(Yamaha) stóð uppi með sigur á sérleið dagsins, rúmum 3mín á undan Despres, svo koma þar á eftir nöfn eins og Stefan Svitko(KTM), Jordi Viladoms(KTM), Frans Verhoeven(Sherco) og svo í 6 sæti í dag Marc Coma(KTM) rúmum 7mín eftir fyrsta manni.

Hinn 43 ára norski frændi okkar Pal Anders Ullevalsetter(KTM) sem er á meðfylgjandi mynd hefur verið að vinna sig hægt og bítandi upp stigann eftir brösulega byrjun, kláraði í 12 sæti í dag og er í 9 sæti yfir heildina, hefur farið lengst niður í 29 sæti.

Helder Rodrigues(Yamaha) sagði þegar úrslit dagsins lágu fyrir „þetta var hin goðsagnakennda leið rallsins, mjög löng og reyndi mikið á leiðarbókina og rötun en ég náði að halda góðum dampi í dag til að halda í við Despres og Coma. Ef ég næ að halda þessum dampi áfram þá verður þetta gott rally, þeir eru að berjast um fyrsta sætið og eru mjög hraðir en geta líka gert mistök, allt getur gerst“.

Cyril Despres(KTM) sagði þetta í lok dags „mér líður vel, eftir erfiðan gærdag þar sem maður var farin að efast um toppinn varð ég að koma mér í rétta gírinn, það tók á að komast í hann en ég er mjög ánægður með árangur dagsins. æEg kom hingað til að sigra og vissi að þetta gæti orðið barátta um mínutur eða sekundur en eins og allir alvöru íþróttamenn eiga að hugsa, ef þú getur ekki lagt þig allan fram og líka reynt örlítið meira og kreist aðeins meira útúr sjálfum þér þegar það virkilega er þörf á því þá ertu bara ekki tilbúin að berjast til sigurs en ég berst alltaf alla leið“.

Marc Coma(KTM) hafði þetta að segja „við vissum að þetta yrði erfiður dagur, löng dagleið sem reyndi mikið á leiðarbók og rötun. Við erum komnir á svolítið krítískan stað í rallinu, virkilega farið að reyna á úthald og tæki. Despres er minn aðal keppinautur og við berjumst um hvern einasta kílómeter, en það er skemmtilegt, svona á þetta að vera. Í gær ákváðu tæknimenn KTM að skipta um vél, rallið rúmlega hálfnað og ég trúi því að það hafi verið skynsamleg ákvörðun“.

Staðan í mótorhjólaflokki eftir dag 9 er því sem hér segir:

1.Cyril Despres(KTM)

2.Marc Coma(KTM) +2min28sek

3.Helder Rodrigues(Yamaha) +44min19sek

4.Jordi Viladoms(KTM) +1klst13min43sek

5.Gerard Farres Guell(KTM) +1klst18min5sek

6.Stefan Svitko(KTM) +1klst18min23sek

4hjol_dagur9

Það virðist fátt geta ógnað sigri Alejandro Patronelli(Yamaha) en þeir bræður sem komu með rétt um mínutu millibili í mark í dag en þrátt fyrir það þá er Alejandro með rúmlega klukkustundar forskot á Marcos bróður sinn og Tomas Maffei(Yamaha) er farin að dragast meira aftur úr.

Marcos sagði við komuna í mark í dag „við bræður hjóluðum nálægt hvor öðrum alla leiðina í dag og síðustu 60km nánast samhliða. Þetta var frábær leið í dag, hröð og á köflum smá vandasöm og sandöldur undir lokin. Ég var soldið áhyggjufullur fyrripartin þar sem mér fannst vera mikið um grjót og hafði áhyggjur af því að sprengja dekk þegar það væri svona löng leið í mark en það gekk vel, ég er mjög sáttur við hvernig hjólið er að standa sig en sigur þetta árið er líklega runnin mér úr greipum þar sem ég er rúmum klukkutíma á eftir 1 sæti en að klára hvern dag og skila mér svo í lokamarkið er það sem ég stefni á núna“.

Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 9 er því sem hér segir.

1.Alejandro Patronelli(Yamaha)

2.Marcos Patronelli(Yamaha) +1klst19min59sek

3.Tomas Maffei(Yamaha) +1klst50min12sek

4.Ignacio Casale(Yamaha) +4klst7min55sek

5.Lucas Bonetto(Honda) +6klst3min1sek

6.Sergio La Fuente(Yamaha) +6klst17min41sek

Með Dakarkveðju

Dóri Sveins

www.slodavinir.org

Skildu eftir svar