Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Enduró í Vestmannaeyjum

Enduro í Vestmannaeyjum

Já þú last rétt, enduró í Eyjum. Laugardag 2/11 s.l. voru Team KTM og Team Bragginn með tveggja tíma enduro æfingu á nýjahrauni í Eyjum í þokkalegu veðri lengst af, en fengu smá él rétt í lokin. Var þetta frumraun Eyjamanna í lagningu endurobrautar og tókst vel til að sögn Einars Sig. Brautin var með nokkrum alvöru brekkum, bæði brattar niður í móti og upp í móti, einnig upp skáhallt, tveir fjörukaflar og fullt af grjóti, mjóir hólóttir, hlykkjóttir kaflar og smá motocross með. Alls störtuðu 11 hjól æfingunni og var ekið í tvo tíma í beit og náðu 8 aðframkomnir ökumenn að klára. Það tók c.a. 12-15 mín. að aka hringinn, Einar Sig. kom fyrstur í mark að loknum 11 hringjum, Helgi Valur 2. eftir 10 hringi og Skarphéðinn Yngva 3. c.a. mínútu á eftir Helga Val og er maðurinn kominn á feiknahraða á fyrsta ári og skulum menn varast KTM ökumann Team Braggans nr. 59 á næsta ári. Nú er bara að halda Vestmannaeyjameistara open í enduro 2002.

Svona var röðin á þeim sem rúlluðu í mark:

  1. Einar Sigurðsson            #1            KTM 520
  2. Helgi Valur Georgsson            #4            KTM 520
  3. Skarphéðinn Yngvason            #111            KTM 380
  4. Sævar Benónýsson            #125            Kawasaki 125
  5. Sigurður Bjarni Richardsson            #18            KTM 400
  6. Ómar Stefánsson            #26            Kawasaki 250
  7. Jón Gísli Benónýsson            #112            Kawasaki 250
  8. Emil Þór Kristjánsson            #103            KTM 250
  9. Árni Stefánsson            #34            KTM 250
  10. Emil Andersen            byrjandi            Kawasaki 250
  11. Benóný Benónýsson            106            Kawasaki 250

Kveðja úr Eyjum

Húsmúlakeppni 2001 séð frá keppnisstjóra

höfundur: Hjörtur L Jónsson

Húsmúlakeppnin séð frá keppnisstjóra.

Þetta var 10 keppnin sem ég stjórnaði og sú 13 sem ég vann við og er ég nú hættur, en að vísu með trega því þrátt fyrir að þetta hafi verið rosalega erfitt var oftast gaman. Það voru nokkrir sem spurðu mig af hverju ég hafi ekki farið prufuhringinn eins og ég er vanur að gera. Svarið er einfalt að ég treysti mér einfaldlega ekki til þess vegna þreytu eftir að hafa verið að leggja brautina allan daginn áður og um morguninn fyrir keppni. Lesa áfram Húsmúlakeppni 2001 séð frá keppnisstjóra

Endurotillögur !

Það sem kom fram á fundinum hjá VÍK um daginn voru ágætis tillögur varðandi komandi Enduro sumar. Það er ljóst að það þarf að auka stigafjöldann í Enduroinu fyrir Meistaradeild.

Eftir að hafa velt þessu fyrir mér fram og aftur með það í huga að nýta daginn sem best og skapa sem minnsta slysahættu á keppendum er mín tillaga svona:

B-flokkur keppir á undan í lágmark 60 mín og hámark 90 mín (best væri að keppa í 60 mín í fyrstu keppni, 75 mín í annarri og 90 mín í þeirri síðustu).

Meistaraflokkur keppir svo strax á eftir B- flokki í 90 mín og er svo flaggað út. Þegar þeir eru komnir í mark mega þeir ekki fara inn í pitt til að fylla á bensín né þiggja neina þjónustu eftir að þeir eru flaggaðir 5-10 mín á eftir að síðasti maður er kominn í mark er ræst aftur og þá jafnvel í öfugan hring aftur í 90 mín. Með þessu eru komnar tvær keppnir og búið að tvöfalda stigin til Íslandsmeistara. Eini gallinn við þetta er að þeir sem detta út í fyrri umferðini eru með fullann tank af bensíni og óþreyttir. Þess vegna væri réttast að ræsa í seinni keppnina eins og menn komu í mark í fyrri keppninni, en ekki eins og reglurnar segja til um að staða til Íslandsmeistara ráði alltaf starti, heldur árangur dagsins. Þetta þarf ekki að vera kostnaðarauki fyrir keppnishaldið það þarf bara að byrja aðeins fyrr á fyrstu keppni (mæting kl 9,00 á morgnana) og verðlaun eru eins og í crossinu samanlagður árangur dagsins ræður verðlaununum.

Með þessu fækkar stigunum í B-deild fyrir liðin því þeir keppa bara einu sinni yfir daginn. Því ætti að vera meiri ávinningur að vera með allt liðið í Meistaradeild og ná sem flestum stigum þar fyrir liðið. Einnig mætti athuga með það að aðeins 1 úr liðinu megi keppa í B-deild, en hinir 3 verði að vera í Meistaradeild.

Hvað B-deildina varðar þá var reynt á Hellu fyrirkomulag er kallaðist Lágvarðardeild. Þetta þrælvirkar ef rétt er af staðið. Það sem var að á Hellu í Lágvarðardeildini var að forgjöfin sem keppendurnir fengu var of mikil. Ég fór yfir tímana á öllum sem kepptu í þessum flokki og gaf ég þeim 30 sek í forgjöf en ekki eina mín eins og keppt var eftir og útkoman var sú að ef að allir hefðu haldið út keppnina á sínum besta hring hefði munað aðeins 30 sek á efstu 3 mönnum og voru þar bæði elsti keppandinn og sá yngsti. Lesa áfram Endurotillögur !

KTM ævintýrið í Austurríki

Mynd: KG - Einar dauðuppgefinn eftir ferðina; Viggó klár að taka við

Ferð Team KTM Shell – Coca-Cola – KitKat  til Austurríkis heppnaðist vel

Tilfinningar íslensku Austurríkisfaranna voru blendnar þegar þeir horfðu upp eftir brautinni sem beið þeirra í skíðabrekkum hins 2000 metra háa fjalls við Saalbach Hinterglemm í Austurríki s.l. föstudag og höfðu menn á orði að þetta væri með því svakalegra sem þeir hefðu séð; þarna væri í orðsins fyllstu merkingu á brattann að sækja. Það átti líka eftir að koma í ljós við upphaf keppninnar á laugardagsmorgninum að menn þurftu að taka á öllu sínu og rúmlega það.

Snemma á föstudagsmorgninum mætti Team KTM Island, þeir Viggó Viggósson, Einar Sigurðarson, Jón B. Bjarnason og Helgi Valur Georgsson, ásamt liðsstjóranum Karli Gunnaugssyni, hjá KTM-verksmiðjunni í Austurríki, en þar biðu þeirra tvö splunkuný hjól sem verksmiðjan lánaði þeim til keppninnar. Nokkrum klukkustundum var eytt í að gera hjólin keppnisklár, en þetta voru KTM 200-hjól og KTM 400-Motocrosshjól. Lesa áfram KTM ævintýrið í Austurríki

Lokakeppni 2001

höfundur: Hjörtur Líklegur

Lokakeppnin 2001.

Þá er enn eitt árið í Endurokeppnum búið. Alltaf er verið að setja met í Enduro og í sumar telst mér svo til að 134 einstaklingar hafi keppt í þessum þrem keppnum í sumar, (91 í fyrstu keppni, 80 í næstu og 85 í síðustu keppni) einnig að í öllum keppnunum voru útlendingar með (fyrst Breti, svo Sænsk skvísa og í síðustu keppninni keppti Frakki á mínu hjóli sér til ánæju þó að afturdekkið væri gjörsamlega slétt vildi hann fara til þess eins að hafa ánæju af deginum). Lesa áfram Lokakeppni 2001