Enduró í Vestmannaeyjum

Enduro í Vestmannaeyjum

Já þú last rétt, enduró í Eyjum. Laugardag 2/11 s.l. voru Team KTM og Team Bragginn með tveggja tíma enduro æfingu á nýjahrauni í Eyjum í þokkalegu veðri lengst af, en fengu smá él rétt í lokin. Var þetta frumraun Eyjamanna í lagningu endurobrautar og tókst vel til að sögn Einars Sig. Brautin var með nokkrum alvöru brekkum, bæði brattar niður í móti og upp í móti, einnig upp skáhallt, tveir fjörukaflar og fullt af grjóti, mjóir hólóttir, hlykkjóttir kaflar og smá motocross með. Alls störtuðu 11 hjól æfingunni og var ekið í tvo tíma í beit og náðu 8 aðframkomnir ökumenn að klára. Það tók c.a. 12-15 mín. að aka hringinn, Einar Sig. kom fyrstur í mark að loknum 11 hringjum, Helgi Valur 2. eftir 10 hringi og Skarphéðinn Yngva 3. c.a. mínútu á eftir Helga Val og er maðurinn kominn á feiknahraða á fyrsta ári og skulum menn varast KTM ökumann Team Braggans nr. 59 á næsta ári. Nú er bara að halda Vestmannaeyjameistara open í enduro 2002.

Svona var röðin á þeim sem rúlluðu í mark:

  1. Einar Sigurðsson            #1            KTM 520
  2. Helgi Valur Georgsson            #4            KTM 520
  3. Skarphéðinn Yngvason            #111            KTM 380
  4. Sævar Benónýsson            #125            Kawasaki 125
  5. Sigurður Bjarni Richardsson            #18            KTM 400
  6. Ómar Stefánsson            #26            Kawasaki 250
  7. Jón Gísli Benónýsson            #112            Kawasaki 250
  8. Emil Þór Kristjánsson            #103            KTM 250
  9. Árni Stefánsson            #34            KTM 250
  10. Emil Andersen            byrjandi            Kawasaki 250
  11. Benóný Benónýsson            106            Kawasaki 250

Kveðja úr Eyjum

Skildu eftir svar